Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 60
Kasia Kasprzyk-Copeland Eins og dýr í búri Og hér segir pólsk stúlka frá sinni reynslu Það var þungbúinn og regnvotan októberdag sem við ókum með rútunni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Dæmigert íslenskt veður, eins og við áttum fljótlega eftir að komast að raun um. I rútunni var hópur fólks frá ýmsum löndum sem hafði hist bara nokkrum klukkustundum áður en sat nú saman og ræddi hvert við annað af ákafa sem stafaði af því að vera kominn til þessa ókunna lands, — lands sem við þekktum ekki en átti að verá heimili okkar að minnsta kosti næstu átta mánuði. Allt í einu vakti einn úr hópnum athygli okkar á landslaginu fyrir utan gluggann — og það dró niður í ákafa okkar. Hraunbreiðan sem teygði úr sér eins langt og augað eygði, vot og grá með brúnum flekkjum af sölnuðu grasi hér og þar, var hreint ekki álitleg og fjarri því að hún byði okkur velkomin. Við vorum öll eins og lostin sömu hugsuninni — svona er það! Þetta er Island —við erum komin alla leið. Það sló þögn á hópinn. Já, við vorum komin, hvort sem okkur þótti betur eða ver — héðan af varð ekki aftur snúið. Um kvöldið vorum við í Reykjavík. Flest úr hópnum fóru snemma að hátta, en það er erfitt að bæla niður forvitnina svo ég fer út. Það rignir ennþá, og það er eins og rokið hafi blásið öllu fólkinu burt, svo auðar eru göturnar þótt ekki sé orðið framorðið. Ég labba um götur borgarinnar og reyni að fá botn í það sem stendur á búðarskiltum og auglýsingaspjöldum á byggingum. Það er ósköp tilgangslaust. Hugsanir mínar æða hring eftir hring. Ut í hvað er ég búin að þvæla mér? Hvernig verður að búa í þessu landi, þar sem allt er svo öðruvísi en ég hef vanist? Ekkert orð hljómar kunnuglega. Skyldi mér nokkurn tíma takast að læra þetta mál og kynnast einhverju fólki? Þá vissi ég ekki hve skjótlega ég fengi svar við þessum spurningum. Lífið í „húsbúrinu“ Sólarhring seinna erum við komin langt burt frá Reykjavík, tvístruð í litla hópa. Eins og af tilviljun endar ferðalagið í örlitlu þorpi einhvers staðar á Vestfjörð- 182
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.