Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar
hann vann var hann sítalandi um nauðsyn þess að farandverkafólk tæki upp
baráttu fyrir bættum kjörum og aðbúnaði. Og þannig var Þorlákur í Eyjum. í
vinnutímanum, matar- og kaffihléum og á kvöldin þegar vinnufélagar sátu
saman inni á herbergjum eða á veitingastöðum var alltaf vakið máls á því sama.
Um helgar, þegar sest var við glas af víni til að lifga upp á fábrotna tilveruna,
var gítarinn dreginn fram og sungin lög og textar sem drógu upp raunsanna
mynd af lifi farandverkafólks og hvöttu til baráttu. Farandverkafólk sem þarna
var segir stundum sín á milli í gamni að á þriðja glasi hafi kappið verið hlaupið
i kinn og hver verið öðrum ákveðnari i að nú skyldi sorfið til stáls. Þeir sem
þekkja tii islenskrar verkalýðsstéttar kannast mætavel við þetta. Oftast fer þó svo
að þegar vaknað er til grárrar morgunskimunnar daginn eftir er allt vonlausara
og óárennilegra en fyrr og lítið verður úr framkvæmdum. En í Eyjum var látið
til skarar skríða.
Hópur i Vinnslustöðinni boðaði með dreifiriti til almenns fundar með
aðkomufólki í Alþýðuhúsinu laugardaginn 7. júlí. Fundarefnið var: Frítt fæði.
Fríar ferðir. Samband farandverkafólks við verkalýðsfélögin og réttindi þess hjá
félögunum. Boðað var að fulltrúar frá verkalýðsfélögunum mundu mæta á
fundinn. Um 40 manns mættu á fundinn. Þar urðu líflegar umræður og
fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun:
Verkalýðshreyfmgunni ber algjör skylda til þess að sjá um að kjör farandverka-
fólks í fiskiðnaði til sjós og lands séu ekki lakari en kjör annarra stétta, eins og nú
er raunin. Við teljum að alltof lengi hafi hagsmunamál okkar legið í láginni og
atvinnurekendur fengið að ráðskast með þau að eigin geðþótta. Þetta verður ekki
lengur þolað og farandverkafólk krefst sömu réttinda og annað verkafólk. En
sérstaða farandverkafólks takmarkar mjög allar aðstæður þess til að fylgja málum
sínum eftir. Þess vegna treystum við á sjálfsagðan stuðning allrar verkalýðs-
hreyfingarinnar í baráttunni fyrir hagsmunamálum okkar.
Við gerum þá kröfu til ASÍ og VMSÍ að þessi samtök verkafólks taki nú þegar
upp eftirfarandi kröfur okkar og fylgi þeim fast eftir:
A. Að húsnæði það sem ætlað er farandverkafólki til íbúðar standist ströngustu
kröfur öryggis- og heilbrigðisyfirvalda.
B. Að kosinn verði trúnaðarmaður á hverri verbúð, sem jafnframt verði tengi-
liður farandverkafólks við viðkomandi stéttarfélög. Slikum trúnaðarmanni
verði tryggður sami réttur og öðrum trúnaðarmönnum stéttarfélaganna.
C. Að atvinnurekendur greiði ferðakostnað farandverkafólks til og frá heima-
byggð sinni. Einnig verði gert ráð íyrir því að farandverkafólki verði
tiyggðar ferðir, t. d. á tveggja mánaða fresti, til og frá heimabyggð sinni, sér
að kostnaðarlausu.
144