Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 18
Tímarit Máls og menningar hann vann var hann sítalandi um nauðsyn þess að farandverkafólk tæki upp baráttu fyrir bættum kjörum og aðbúnaði. Og þannig var Þorlákur í Eyjum. í vinnutímanum, matar- og kaffihléum og á kvöldin þegar vinnufélagar sátu saman inni á herbergjum eða á veitingastöðum var alltaf vakið máls á því sama. Um helgar, þegar sest var við glas af víni til að lifga upp á fábrotna tilveruna, var gítarinn dreginn fram og sungin lög og textar sem drógu upp raunsanna mynd af lifi farandverkafólks og hvöttu til baráttu. Farandverkafólk sem þarna var segir stundum sín á milli í gamni að á þriðja glasi hafi kappið verið hlaupið i kinn og hver verið öðrum ákveðnari i að nú skyldi sorfið til stáls. Þeir sem þekkja tii islenskrar verkalýðsstéttar kannast mætavel við þetta. Oftast fer þó svo að þegar vaknað er til grárrar morgunskimunnar daginn eftir er allt vonlausara og óárennilegra en fyrr og lítið verður úr framkvæmdum. En í Eyjum var látið til skarar skríða. Hópur i Vinnslustöðinni boðaði með dreifiriti til almenns fundar með aðkomufólki í Alþýðuhúsinu laugardaginn 7. júlí. Fundarefnið var: Frítt fæði. Fríar ferðir. Samband farandverkafólks við verkalýðsfélögin og réttindi þess hjá félögunum. Boðað var að fulltrúar frá verkalýðsfélögunum mundu mæta á fundinn. Um 40 manns mættu á fundinn. Þar urðu líflegar umræður og fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun: Verkalýðshreyfmgunni ber algjör skylda til þess að sjá um að kjör farandverka- fólks í fiskiðnaði til sjós og lands séu ekki lakari en kjör annarra stétta, eins og nú er raunin. Við teljum að alltof lengi hafi hagsmunamál okkar legið í láginni og atvinnurekendur fengið að ráðskast með þau að eigin geðþótta. Þetta verður ekki lengur þolað og farandverkafólk krefst sömu réttinda og annað verkafólk. En sérstaða farandverkafólks takmarkar mjög allar aðstæður þess til að fylgja málum sínum eftir. Þess vegna treystum við á sjálfsagðan stuðning allrar verkalýðs- hreyfingarinnar í baráttunni fyrir hagsmunamálum okkar. Við gerum þá kröfu til ASÍ og VMSÍ að þessi samtök verkafólks taki nú þegar upp eftirfarandi kröfur okkar og fylgi þeim fast eftir: A. Að húsnæði það sem ætlað er farandverkafólki til íbúðar standist ströngustu kröfur öryggis- og heilbrigðisyfirvalda. B. Að kosinn verði trúnaðarmaður á hverri verbúð, sem jafnframt verði tengi- liður farandverkafólks við viðkomandi stéttarfélög. Slikum trúnaðarmanni verði tryggður sami réttur og öðrum trúnaðarmönnum stéttarfélaganna. C. Að atvinnurekendur greiði ferðakostnað farandverkafólks til og frá heima- byggð sinni. Einnig verði gert ráð íyrir því að farandverkafólki verði tiyggðar ferðir, t. d. á tveggja mánaða fresti, til og frá heimabyggð sinni, sér að kostnaðarlausu. 144
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.