Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 124
Tímarit Máls og menningar aðgreiningar frá hinu hefðbundna, dramatiska formi, þar sem reynt væri að fá áhorfendur til að trúa því að atburðirnir á sviðinu ættu sér stað í núinu og lifa sig inn í innra líf leikpersónanna. Þetta leikhúsform taldi Brecht hafa skaðleg áhrif á hugsun og breytni áhorfenda, því að með því að veita tilfinningum þeirra útrás á meðan á sýningunni stæði kæmi leikhúsið í veg fyrir að þær nýttust áhorfendum í félagslega gagnlegum athöfnum utan leikhússins. Hið dramatíska leikhús, sem Brecht taldi eiga rætur að rekja til leikhúskenninga Aristótelesar, drægi þannig úr athafnalöngun áhorfenda og stuðlaði um leið að óbreyttu þjóðfélagsástandi. Gegn þessari tegund leikhúss setti nú Brecht hugmyndir sínar um epískt leikhús. í hinu epíska leikhúsi átti frásögnin að vera aðalatriðið. Ahorfandanum skyldi vera fullljóst að hann sæti i leikhúsi og að það sem hann sæi á sviðinu væri ekki annað en eftirmynd leikhópsins af liðnum atburðum og örlögum. I hinu dramatíska leikhúsi skipti hin listræna heild höfuðmáli, en í epíska leikhúsinu hafði þessi heild verið leyst upp. Leikritin voru samsett af mörgum misjafnlega laustengdum atriðum, þar sem ekkert átti að vera öðru mikilvægara og áhorfandinn gat jafnvel sleppt úr einu og einu án þess að það kæmi mjög að sök. Orðið, tónlistin, sviðsmyndin og leikurinn runnu ekki saman í eina heild, heldur lifðu sjálfstæðu lífi hvert við annars hlið og gátu jafnvel komist í andstöðu hvert við annað. Tónlistin, sem jafnan skipti miklu máli í leikritum og sýningum Brechts, skyldi til dæmis ekki aðeins laða fram stemningar, heldur búa yfir eigin merkingu og taka óbeint afstöðu til textans og athafna leikaranna. Þannig gat eitthvað sem líktist umræðu eða deilu hafist á milli hinna ólíku þátta sýningar og leikrits og að henni varð áhorfandinn vitni. Hann fýlgdist óháður með því sem fram fór, vó röksemdir með og móti tilgátum og hugmyndum sem þarna voru settar fram, gagnrýndi athæfi leik- persónanna og dró sjálfstæðar ályktanir af öllu saman. I þessu leikhúsi varð leikarinn að sjálfsögðu að beita allt öðrum aðferðum en þeim sem viðgengust í dramatíska innlifunarleikhúsinu. Brecht átti þess kost að vinna með sumum fremstu leikurum þjóðverja, bæði á Berlínarárum sínum fyrir útlegðina og eftir stofnun Berliner Ensemble, og i samvinnu við þá lagði hann drög að nýjum leikaðferðum. I epíska leikhúsinu mátti leikarinn ekki lifa sig inn í tilfinningar persónunnar sem hann túlkaði, heldur varð hann að gæta þess að halda henni í gagnrýninni fjarlægð. Áhorfandinn varð stöðugt að vera þess minnugur að það væri ekki bara persónan X sem stæði á sviðinu, heldur væri það leikarinn Y sem væri að sýna honum persónuna X. Tækni leikarans varð öll að miðast að því að kalla fram það sem Brecht kallaði á þýsku „Verfremdungs-effekt“, firringaráhrif, sem létu áhorfandann vissulega kannast 246
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.