Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 23
Hreyfing meðal farandverkafólks
þar sem þetta er að öllu leyti í höndum verkalýðshreyfingarinnar og varla hægt
að ætlast til að hún samþykki kröfur á sjálfa sig. Tvær nýjar kröfur höfðu bæst
við.
Um miðjan ágústmánuð höfðu tvær íslenskar farandverkakonur i Danmörku
birt grein i einu dagblaðanna á íslandi. í greininni var bent á þau bágu kjör sem
fjöldinn allur af íslensku farandverkafólki erlendis býr við, og þó sérstaklega þeir
sem vinna við hótel- og þjónustustörf. Þær bentu á að það er umtalsverður fjöldi
íslensks verkafólks sem vinnur við margs konar störf erlendis en hefur litla eða
enga hugmynd um hver réttur þess er eða hvert það skuli leita réttar síns ef með
þarf. Því gerðu þær eftirfarandi tillögur til úrbóta:
Að íslensk verkalýðsfélög, skrifstofur ASÍ og Verkamannasambandsins hefðu
allar nauðsynlegar upplýsingar um kaup, taxta og réttindi í þeim atvinnu-
greinum sem íslenskt farandverkafólk sækir helst í til Norðurlandanna. Enn-
fremur gætu verkalýðsfélög staðið fyrir áróðri fyrir því að fólk sem hyggur á
vinnu þar ytra léti það verða sitt fyrsta verk að skrá sig í stéttarfélög. Þá var þess
krafist að upplýsingar til verkafólks sem ætlar að leita sér atvinnu erlendis lægju
fýrir hjá Verkamannasambandinu. Þá hafði þeim sem staðið höfðu í fararbroddi
í baráttu farandverkafólksins orðið ljóst að útlent farandverkafólk á íslandi ætti
við hliðstæð vandamál að stríða og því var sett fram krafa um að samningarnir
yrðu prentaðir á ensku vegna erlends farandverkafólks.
Umræður um málefni farandverkafólks urðu mjög litlar á þinginu, sem að
hluta má skýra með því andrúmslofti sem þar ríkti, en þeir sem til máls tóku
voru málstað farandverkafólksins mjög hliðhollir. Annan tón mátti þó greina í
einkasamtölum, og er t. d. haft fyrir satt að einn helsti leiðtogi Austfirðinga-
fjórðungs hafi spurt i forundrun hvort nú ætti að fara að hlaða undir helvítis
braggalýðinn. Tillögu farandverkafólksins var vísað frá vegna formgalla. Þess í
stað var ákveðið að VMSÍ skipaði 3 manna nefnd til að fjalla um málefni
farandverkafólks.
Kröfugerðin, og þær breytingar sem hún hafði tekið þegar hún birtist á
þinginu, ber þess ljósan vott að álit farandverkafólksins á vilja og getu verka-
lýðsforystunnar var mikið og bernskulétt bjartsýnin á framgang málstaðarins í
hennar höndum ljómaði í hugum forystufólksins.
Vonbrigði — og ráðstefnan í Eyjum
Að þinginu loknu biðu þeir áköfustu spenntir aðgerða VMSÍ forystunnar og
áhrifanna sem þær hefðu, en framkvæmdin dróst uns hún virtist alveg sofnuð.
149