Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 133

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 133
En af hverju er sagan ósannfærandi? Ýmsir fara vissulega í hundana eins og íslenskar nútímabókmenndr keppast um aö sannfæra lesendur sína um. Það sem fyrst og fremst er ótrúlegt við sögu Höllu er hvað uppeldi og rætur reynast skipta hana litlu máli. Eftir eina nótt samvistum við Begga og félaga hans er skólinn gleymdur og kemur ekki til mála að fara heim í einbýlishúsið. Nokkrum vikum eftir þessa skyndiflutninga hittir hún „gömul“ skólasystkini sin í selskap, og þá segir: „Henni liður illa hér, hún er ekki innan um sitt fólk." (85) Það þarf meira en lítið til að fólk snúi svona rækilega baki við uppruna sínum og vafamál að það geti það nokkurn tíma, altént er ástæðan sem höfundur gefur Höllu of lítilvæg. Hún er úr lausu lofti gripin, ekki studd neinu í eðli eða umhverfi Höllu, og stendur ekki undir heilli skáldsögu. Göturæsiskandídatar gerist í tveim heimum (svo notað sé vinsælt hugtak úr bókmenntafræði), en sá góðborgara- heimur sem Halla yfirgefur er afgreiddur í flýti. Þar eru húsmunir glæsilegir, efni góð, pabbi les moggann, mamma steikir læri, þar spretta plastblóm og álfuglar fljúga um (164). Heimur ræsisins fær mun meira rúm í sögunni. Þar er hús- búnaði ekki lýst, ekkert er þar lesið og lítið um matartilbúning, en margt er þar óljóst. Hvernig þolir blokk í Hlíðunum eilíf drykkjulæti úr einni ibúð (sem hver á?) og hvaðan koma peningar fyrir ómældum birgðum af brennivíni og dópi sem fólkið í sögunni lifir á og deyr af? Helstu persónur sögunnar eru hugsunarlausar manneskjur eins og Halla og láta reka á reiðanum. Enginn efast um Umsagnir um bcekur að slíkt fólk er til, en það er ekki áhugavert að lesa heila bók um það án þess að þar sé reynt að setja það í samhengi við eitthvað annað en sjálft sig, reynt að skilja það og skýra, félagslega eða sálfræðilega eftir smekk höfúndar. Höfundur Göturæsis- kandidata gerir enga tilraun til þess, utangarðsfólk er bara utangarðsfólk. Kannski hafa fleiri en Halla hent sér út úr sporvagni borgaraskaparins fyrir höstug orð frá ástvini, aðrir eru fæddir svona. Þegar móðir Begga, karlhetjunnar, fréttir að sonur hennar hafi fengið alvarlegan höfuðáverka í slagsmálum, segir hún „að sér komi þetta ekkert á óvart, hún hafi alltaf vitað að það færi illa fyrir honum.“ (163) Höfundur reynir talsvert til þess með frásagnaraðferð sinni að létta á leiðinlegri atburðarás sögunnar. Þar skiptast á frá- sögn sögumanns, samtalsatriði og hugs- anir Höllu í fyrstu persónu. Frásögn sögumanns er síst þessara aðferða, oft hröð og ónákvæm (þegar mikið liggur við (t.d. í uppgjöri feðginanna), stundum spak- vitur eins og hjá unglingi sem er nýbúinn að höndla lífsviskuna: „Tíminn er afstætt hugtak — markast fremur af viðburðum og upplifun en þeim skýrt mörkuðu ein- ingum, sem okkur er kennt að hann skiptist í.“ (41) í hátíðleika þessara augnablika fer sögumaður undralangt frá hetjum sínum, enda á hann það til að verða svolítið hneykslaður á þeim: „O Halla — hvað hefurðu gert? Hvað hef- urðu gert?“ (33) Hugsanir Höllu eru yfirborðslegar í samræmi við þá persónu sem hún fær í sögunni, en þær eru áhugaverðari og eðlilegri en frásögn sögumanns. Bestu 255
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.