Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 96
Tímarit Máls og menntngar
hans eftir það eru uppbót fyrir þá auðmýkingu sem Theódór mátti þola. Sem
bætist við þá uppbót sem sjálft höfundarnafn hans hefur orðið honum.
VI
Það er ómaksins vert að gefa gaum að hinni pólitísku hlið þessa máls. Það liggur
í augum uppi hvernig sögusamúð er háttað í lýsingum á samskiptum þeirra
Hallgríms og Brands. En taki menn eftir því, að þótt Hallgrímur noti fjár-
hagslegt sjálfstæði sitt til að boða jafnaðarstefnu, þá er það ekkert höfuðatriði í
sögunni. í þessu eru þeir lika hvor öðrum líkir, Hallgrímur og höfundur hans.
Hér verður mikill munur á Theódór Friðrikssyni og Tryggva Emilssyni, sem á
sínar helgistundir á fundum í verklýðshreyfingunni. Theódór getur þess í /
verum, að á Húsavík hafi hann stundum tekið til máls á fundum í Verka-
mannafélaginu og á pólitískum fundum einu sinni eða tvisvar „og gerði það, að
mér fannst, sem fulltrúi verkamanna. Eg taldi mig fylgja stefnu sósíalista og fór
ekkert dult með það.“ En þetta er Theódóri ekkert kappsmál, eins og ha'nn tekur
strax fram sjálfur: „Miklu meira virði en þessi félagslega þátttaka var mér
sýslubókasafn Suðurþingeyinga í höndum Benedikts gamla Jónssonar frá
Auðnum“ (630).
Að svo miklu leyti sem Theódór Friðriksson smíðar sér ádeilu í sögur úr
efniviði lífs síns, þá er það ekki af því að hann hafi eignast nýja yfirsýn sem ljái
honum vængi, ekki af því að hann sæki styrk í nýja samkennd erfiðismanna eins
og Tryggvi Emilsson gerði og fleiri góðir menn. Nei, hans ádrepa, er eins og
reyndar mikið af íslenskri ádrepu síðarmeir (og þá einnig í þeim sjálfhverfu
sögum sem minnt var á í upphafi þessarar ritgerðar) tjáning á reiði einstaklings
sem finnst að hann sé órétti beittur. Reiði „skapríks og greinds manns sem
haldið er innibyrgðum eins og ref í holu“ svo aftur sé vitnað í Hallgrím í Líf og
blóð. Þegar þessi einstaklingur hefur safnað sér í kjark til að segja meiningu sína,
þegar hann er kominn á réttan kjöl, þá er eins og hin pólitíska reiði gufi upp. í
sögunni Líf og blóð er til dæmis farið út í allt aðra sálma undir lokin. Þar fer fram
siðferðilegt uppgjör milli Stevensons og Þrúðar, dóttur kaupmanns, sem vill að
bjargvættur sinn fyrirgefi föður sínum hans fyrri misgerðir á banasænginni og
vísar til kærleiksboðorðsins. En Stevenson vísar þeim tilmælum á bug með
skírskotun til fornrar arfleifðar hefnda sem enn kunni að leynast „í blóðinu“ hjá
afkomendum víkinga. Og fellst ekki á það kærleiksboðorð sem hann telur leiða
oft til „hræsni og skinhelgi, og til þess að fullnægja því yrðu menn næstum að
218