Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 96
Tímarit Máls og menntngar hans eftir það eru uppbót fyrir þá auðmýkingu sem Theódór mátti þola. Sem bætist við þá uppbót sem sjálft höfundarnafn hans hefur orðið honum. VI Það er ómaksins vert að gefa gaum að hinni pólitísku hlið þessa máls. Það liggur í augum uppi hvernig sögusamúð er háttað í lýsingum á samskiptum þeirra Hallgríms og Brands. En taki menn eftir því, að þótt Hallgrímur noti fjár- hagslegt sjálfstæði sitt til að boða jafnaðarstefnu, þá er það ekkert höfuðatriði í sögunni. í þessu eru þeir lika hvor öðrum líkir, Hallgrímur og höfundur hans. Hér verður mikill munur á Theódór Friðrikssyni og Tryggva Emilssyni, sem á sínar helgistundir á fundum í verklýðshreyfingunni. Theódór getur þess í / verum, að á Húsavík hafi hann stundum tekið til máls á fundum í Verka- mannafélaginu og á pólitískum fundum einu sinni eða tvisvar „og gerði það, að mér fannst, sem fulltrúi verkamanna. Eg taldi mig fylgja stefnu sósíalista og fór ekkert dult með það.“ En þetta er Theódóri ekkert kappsmál, eins og ha'nn tekur strax fram sjálfur: „Miklu meira virði en þessi félagslega þátttaka var mér sýslubókasafn Suðurþingeyinga í höndum Benedikts gamla Jónssonar frá Auðnum“ (630). Að svo miklu leyti sem Theódór Friðriksson smíðar sér ádeilu í sögur úr efniviði lífs síns, þá er það ekki af því að hann hafi eignast nýja yfirsýn sem ljái honum vængi, ekki af því að hann sæki styrk í nýja samkennd erfiðismanna eins og Tryggvi Emilsson gerði og fleiri góðir menn. Nei, hans ádrepa, er eins og reyndar mikið af íslenskri ádrepu síðarmeir (og þá einnig í þeim sjálfhverfu sögum sem minnt var á í upphafi þessarar ritgerðar) tjáning á reiði einstaklings sem finnst að hann sé órétti beittur. Reiði „skapríks og greinds manns sem haldið er innibyrgðum eins og ref í holu“ svo aftur sé vitnað í Hallgrím í Líf og blóð. Þegar þessi einstaklingur hefur safnað sér í kjark til að segja meiningu sína, þegar hann er kominn á réttan kjöl, þá er eins og hin pólitíska reiði gufi upp. í sögunni Líf og blóð er til dæmis farið út í allt aðra sálma undir lokin. Þar fer fram siðferðilegt uppgjör milli Stevensons og Þrúðar, dóttur kaupmanns, sem vill að bjargvættur sinn fyrirgefi föður sínum hans fyrri misgerðir á banasænginni og vísar til kærleiksboðorðsins. En Stevenson vísar þeim tilmælum á bug með skírskotun til fornrar arfleifðar hefnda sem enn kunni að leynast „í blóðinu“ hjá afkomendum víkinga. Og fellst ekki á það kærleiksboðorð sem hann telur leiða oft til „hræsni og skinhelgi, og til þess að fullnægja því yrðu menn næstum að 218
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.