Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 83
,,Von um virðingu fyrir sjálfum mér“
alhæfmgar með dæmum. En við skulum láta það standa þar til hrakið verður, að
mikið af íslenskri skáldsagnaframleiðslu, ekki síst þeirri sem raunsæisleg vill
heita, einkennist af slökum og lítt fróðlegum tökum á ýmsum þeim efnisþátt-
um sem reynt var að nota í heildstæða mynd. Og að þetta verði ekki síst rakið til
þess hve mjög sjálfstjáningin eða sjálfsúthellingin hefur setið í fyrirrúmi hjá
höfundum. Að sönnu skrifar hver best um það sem hann gerst þekkir. En
fyrrgreindir annmarkar voru engu að síður svo stórir, að frómur lesandi fór að
smíða sér vonir um að t. d. heimildasögutíska, þar sem höfundur gleymir um
stund eigin persónu í rannsókn á annarra kjörum, gæti leiðrétt nokkuð þau
hlutföll sem algengust voru í íslenskum textum óbundnum. Það gerðist reyndar
ekki, það sem nýtt varð og merkilegt á þeim tíma sem liðinn er síðan kom úr
annarri átt, í formi tilræðis við hefðbundna skáldsögu og verða þau tíðindi ekki
rakin hér.
Onnur dæmi um það hve firnasterkur hinn sjálfsævisögulegi þáttur er í
íslenskum bókmenntum liggja eins og hráviði á götu hvers lesandi manns — í
bókum þar sem höfundur er ekki að dulbúast. Vitaskuld eru kynstur af endur-
minningabókum skrifuð um allar trissur, en skyldu margar þjóðir eiga til-
tölulega eins mörg dæmi um það og Islendingar að höfundar vinni sína sigra
einmitt á sviði sjálfsævisögunnar? Hér hefur fordæmi manna eins og Þórbergs
Þórðarsonar vafalaust verið áhrifaríkt. Við höldum líka áfram að eignast dæmi
um að einmitt sjálfsævisagan, minningabókin, þokar öðrum verkum höfundar í
skuggann. Höfðu margir gefið gaum ljóðabókum Tryggva Emilssonar áður en
Fátcekt fólk kom út? Sigurður A. Magnússon gaf í fyrra út lítt dulbúna minn-
ingabók, Undir kalstjömu, og mundi sú hrifning sem hún vekur ekki sáldra
gleymsku yfir Nceturgesti og Gestagang, skáldsögu og leikrit sama höfundar?
Hvernig sem á því stendur virðist eitthvað það á kreiki í bókmenntasiðum okkar
sem torveldar höfundi að yfirfæra reynslu sína, viðhorf og mannskilning á
„tilbúinn" heim. Hann kann best við sig þegar hann fær að halda sig við
staðreyndir eigin ævi, eða réttara sagt: það sem hann minnir að séu staðreyndir.
II
Eitt ágætt dæmi um þetta, sem um leið er nátengt öllum vangaveltum um
íslenska alþýðumenningu og framlag íslenskra alþýðumanna til bókmennta, er
Theódór Friðriksson (f. 1876, d. 1948). Árið 1908gefur hann út sína fyrstu bók,
Utan frá sjó, sem er smásagnasafn, síðan gefur hann út tvö sagnakver undir
dulnefni, fjórar skáldsögur og bók um hákarlaveiðar áður en hann tekur liðlega
205