Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 83
,,Von um virðingu fyrir sjálfum mér“ alhæfmgar með dæmum. En við skulum láta það standa þar til hrakið verður, að mikið af íslenskri skáldsagnaframleiðslu, ekki síst þeirri sem raunsæisleg vill heita, einkennist af slökum og lítt fróðlegum tökum á ýmsum þeim efnisþátt- um sem reynt var að nota í heildstæða mynd. Og að þetta verði ekki síst rakið til þess hve mjög sjálfstjáningin eða sjálfsúthellingin hefur setið í fyrirrúmi hjá höfundum. Að sönnu skrifar hver best um það sem hann gerst þekkir. En fyrrgreindir annmarkar voru engu að síður svo stórir, að frómur lesandi fór að smíða sér vonir um að t. d. heimildasögutíska, þar sem höfundur gleymir um stund eigin persónu í rannsókn á annarra kjörum, gæti leiðrétt nokkuð þau hlutföll sem algengust voru í íslenskum textum óbundnum. Það gerðist reyndar ekki, það sem nýtt varð og merkilegt á þeim tíma sem liðinn er síðan kom úr annarri átt, í formi tilræðis við hefðbundna skáldsögu og verða þau tíðindi ekki rakin hér. Onnur dæmi um það hve firnasterkur hinn sjálfsævisögulegi þáttur er í íslenskum bókmenntum liggja eins og hráviði á götu hvers lesandi manns — í bókum þar sem höfundur er ekki að dulbúast. Vitaskuld eru kynstur af endur- minningabókum skrifuð um allar trissur, en skyldu margar þjóðir eiga til- tölulega eins mörg dæmi um það og Islendingar að höfundar vinni sína sigra einmitt á sviði sjálfsævisögunnar? Hér hefur fordæmi manna eins og Þórbergs Þórðarsonar vafalaust verið áhrifaríkt. Við höldum líka áfram að eignast dæmi um að einmitt sjálfsævisagan, minningabókin, þokar öðrum verkum höfundar í skuggann. Höfðu margir gefið gaum ljóðabókum Tryggva Emilssonar áður en Fátcekt fólk kom út? Sigurður A. Magnússon gaf í fyrra út lítt dulbúna minn- ingabók, Undir kalstjömu, og mundi sú hrifning sem hún vekur ekki sáldra gleymsku yfir Nceturgesti og Gestagang, skáldsögu og leikrit sama höfundar? Hvernig sem á því stendur virðist eitthvað það á kreiki í bókmenntasiðum okkar sem torveldar höfundi að yfirfæra reynslu sína, viðhorf og mannskilning á „tilbúinn" heim. Hann kann best við sig þegar hann fær að halda sig við staðreyndir eigin ævi, eða réttara sagt: það sem hann minnir að séu staðreyndir. II Eitt ágætt dæmi um þetta, sem um leið er nátengt öllum vangaveltum um íslenska alþýðumenningu og framlag íslenskra alþýðumanna til bókmennta, er Theódór Friðriksson (f. 1876, d. 1948). Árið 1908gefur hann út sína fyrstu bók, Utan frá sjó, sem er smásagnasafn, síðan gefur hann út tvö sagnakver undir dulnefni, fjórar skáldsögur og bók um hákarlaveiðar áður en hann tekur liðlega 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.