Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 127
Umsagnir um bækur
ÚRKOMUR ANTONS HELGA
Fyrsta bók Antons Hclga Jónssonar,
Undir regnboga, kom út á skáldsins veg-
um 1974. Þar i voru nokkur lagleg ljóð, ég
nefni „Ljósku“, „Ljóð“ og „Menningu“
sem margir kannast við:
Meðan Gunnar á Hlíðarenda
stökk hæð sína
í hugum okkar
sem lékum með trésverð
í snjónum
voru önnur börn
minnt á tækni nútímans
með dauða sínum.
Obbinn átti samt sammerkt með þeim
lággróðri sem virðist dafna prýðilega í
sprettu síðustu ára og gæti haft að
einkunnarorðum: Orð langar á blað.
Höfundur fiskar orð upp á blöð sem hann
síðan arkar með niður í Letur þegar 50 bls.
markinu er náð. Framleiðsla af þessum
toga hlýtur að knýja fram undirstöðu-
spurningar á borð við: afhverju ljóð?
Hlítir ljóð einvörðungu rúmfræðilegri
skilgreiningu: ljóð hefir jafnan styttri línu
en prósi? Spurning hvort sú endurnýjun
sem átti sér stað með niðurfellingu brag-
reglna, hefur ekki að sínu leyti staðnað.
Athyglisvert að nýjungamaður á borð við
Þórarin Eldjárn þenur sig í þröngu formi
út yfir allan þjófabálk á meðan form-
leysumenn fjöldaframleiða undarlega
bragðdaufan texta.
Hér er samt ekki ætlunin að taka undir
með þeim sem jafna formbyltingu við
allsherjar gengisfellingu ljóðmáls, eins-
konar niðurfellingu gjaldmiðils sem hafi
opnað leið fýrir skussa, jafnvel skorað á
skáld að svíkjast um. Afturámóti ætti að
vera hollt að viðra öðruhverju þann eðlis-
mun sem sprettur af því að ljóð er knapp-
ara form en prósi og útheimtir því skil-
yrðislausari myndvisi, samþjöppun og
skýrleika en prósi. Ekki að prósi geti
komist af án alls þessa, heldur hitt að
dauður punktur hlýtur að vera banvænn í
ljóði en gæti læknast með meðalagjöf í
prósa. Munur á prósa og ljóði gæti skýrst
með samlíkingu við járnbrautarlest og
flugvél, þar sem ljóðið er loftfarið og út-
heimtir vissan hraða til að takast á loft.
Nái það ekki þeim hraða er ekki þar með
sagt að það breytist í járnbrautarlest,
miklu sennilegra að það endi með skelf-
ingu.
Ekki veit ég hvaða æfingakerfi Anton
Helgi styðst við, en á fimm árum sem liða
frá Undir regnboga til Dropa úr siðustu
skúr,1 nær hann afgerandi flugtökum á
efnivið sinum (tekur að vísu fram i
stefnuskrárljóði fremst, að kýrin Huppa
frá Kluftum sé honum hugstæðari en
hinn vængjaði Pegasus).
1 Anton Helgi Jónsson Dropi úr sídustu skúr.
Ljóð. 59 bls. Mál og menning 1979.
249