Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Blaðsíða 107
Gabrtel García Marquez Mjög gamall maður með afarstóra vængi Þriðja rigningardaginn var búið að drepa svo marga krabba i húsinu að Pelayo varð að fara með þá yfir húsagarðinn, sem flætt hafði yfir, og fleygja þeim í sjóinn, vegna þess að nýfædda barnið hafði verið með hita um nóttina og menn héldu það stafa af stækjunni. Heimurinn hafði verið dapurlegur síðan á þriðjudag. Himinn og haf runnu saman í öskugráma, og sandurinn á ströndinni, sem i mars glóði sem ljósduft, var nú cin súpa af eðju og rotnuðum skeldýrum. Birtan var svo dauf á hádegi þegar Pelayo kom aftur heim eftir að hafa fleygt kröbbunum, að hann sá varla hvað það var, sem hreyfðist og emjaði í einu horni húsagarðsins. Hann þurfti að ganga alveg að því til að uppgötva, að þetta var gamall mað- ur, sem lá á maganum í leðjunni og gat ekki staðið á fætur, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, og komu afarstórir vængir hans í veg fyrir það. Pelayo brá í brún við þessi ósköp, og hljóp að finna Elisendu konu sína, sem var að setja bakstra á veika barnið, og fékk hana með sér út í garðshornið. Bæði horfðu þau á skrokkinn fallna í þögulli forundran. Hann var klæddur eins og tötrakarl. A berum skalla hans voru aðeins eftir örfá upplituð strý, og hann var tannlaus að heita mátti, og eymdarlegt ástand þessa rennblauta langafa hafði svipt hann öllum glæsileik. Stórir hænsnavængir hans voru skítugir og hálffjaðralausir og fastir í leðjunni til frambúðar. Pelayo og Elísenda horfðu á hann svo lengi, og af svo mikilli einbeitni, að þau komust brátt yfir undrunina og á endanum fannst þeim hann kunnuglegur. Þá loks þorðu þau að ávarpa hann, og hann svaraði á óskiljanlegri mállýsku, en með góðri sjómannsrödd. Þar- með gátu þau leitt hjá sér óþægindin með vængina og komist að þeirri skynsamlegu niðurstöðu að þetta hlyti að vera einmana skipbrotsmaður af einhverju erlendu skipi, sem farist hefði í óveðrinu. Til vonar og vara kölluðu þau samt á nágrannakonu sína, sem vissi allt um lífið og dauð- 229
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.