Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 114
Jón Viðar Jðnsson
Bertolt Brecht
og Berliner Ensemble
— Fyrri grein —
Ekki er nema steinsnar frá brautar- og landamærastöðinni við Friedrichstrasse í
Austur-Berlín, sem ferðalangar frá Vestur-Berlín fara um áður en þeir geta
gengið út austanmegin, til leikhússins við Schiffbauerdamm, leikhúss Berliner
Ensemble. Yfirlætislaus leikhúsbyggingin, sem stendur við dálítið torg handan
við Schiffbauerdamm, ber ekki með sér að þar hafi verið unnin einhver glæst-
ustu afrek í leiklistarsögu þessarar aldar. Það er ekki fyrr en inn er komið að við
blasir á veggjum smásýnishorn þeirra hciðursviðurkenninga sem leikflokknum,
sem þarna starfar, hafa hlotnast. Þarna eru skjöl og skilti á fjölmörgum framandi
tungum, því að þessi leikflokkur hefur gert víðreist og orðstír hans borist um
alla heimsbyggðina. Og á veggjum ganganna getur einnig að lesa tilvitnanir í
verk þess manns sem þetta leikhús á frægð sína að þakka, Bertolts Brechts. í
þessu húsi var Túskildingsóperan frumsýnd árið 1928, en sú sýning bar hróður
Brechts langt út fýrir mörk Þýskalands. Og árið 1954 flutti svo Berliner En-
semble, leikflokkurinn sem austurþýsk stjórnvöld stofnuðu handa Brecht eftir
komu hans til Austur-Þýskalands árið 1948, inn í húsið og hefur haft þar aðsetur
síðan. Sýningar flokksins voru um þetta leyti teknar að vekja heimsathygli,
goðsögnin um Brecht var að verða til og þessa leikhúss beið það erfiða hlutverk
að standa vörð um hana, en halda þó áfram þeirri róttæku listrænu nýsköpun
sem hann hafði hafið.
Brecht auðnaðist sem sé ekki sjálfum að halda lengi áfram starfi sínu við
Berliner Ensemble. Hann andaðist siðsumars árið 1956, fimmtíu og átta ára að
aldri, og bar dauða hans brátt að. Fráfall hans var þungt áfall fyrir leikflokkinn
og margir efuðust um að hann gæti haldið áfram á jafnglæsilegan hátt. Næstu
sýningar þóttu þó standast þær kröfur sem menn hlutu að gera til hans og
vestrænir leikhúsmcnn héldu áfram að fara í pílagrímsferðir til Austur-Berlínar.
En smám saman tóku þó raddir gagnrýni og vonbrigða að gerast háværar. Ýmsir
þóttust greina merki stöðnunar og að listamenn leikhússins væru svo þrúgaðir