Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Page 24
Tímarit Máls og menningar
Tók nú aö skýja í hugum farandverkafólksins og þegar það sá sér næst leik á
borði varð ljóst hvernig veður höfðu skipast í lofti. Verkalýðsfélögin í Vest-
mannaeyjum héldu um mánaðamótin nóv.— des. ráðstefnu undir merkjum
verkafólks í sjávarútvegi, en þessi félög unnu merkilegt brautryðjendastarf með
aðild sinni að ráðstefnunni Maðurinn og hafið sumarið 78. Sú ráðstefna var
haldin af mun fleiri en félögunum þar og varð ef til vill þess vegna með
talsverðum hátiðarblæ. En nú var markið sett á verkafólk í sjávarútvegi, þar með
auðvitað taldir sjómenn, og gerð tilraun til að ná vandamálum þess betur í sigti.
Á ráðstefnunni voru málefni farandverkafólks einn af fjórum umræðuflokk-
um. Þar hafði framsögu Þorlákur Kristinsson, og vegna þess að ræða hans
endurspeglar afstöðu farandverkafólks til stöðunnar og undangenginnar þró-
unar verður ekki hjá því komist að birta hluta hennar hér. I upphafi sagði
Þorlákur: ,
Á 9. þingi Verkamannasambandsins sl. haust kvartaði Guðmundur J. Guð-
mundsson mikið yfir því hve hinn almenni launamaður væri óvirkur í starfi
verkalýðshreyfingarinnar. Fyrir þessu eru eflaust fleiri en ein ástæða, t. d. óhóf-
legur vinnutími, þreyta og áhugaleysi og kannski það að verkalýðsforystan sé
hrædd við virkni félagsmanna, að sumum finnist jafnvel æskilegt að viðhalda
óbreyttu ástandi. Alla vega finnst manni oft tilraunir verkalýðsfélaganna til að
virkja verkalýðinn í fjöldabaráttu fyrirbættum kjörum heldur fátæklegar. Okkur
er ljóst að ASÍ ætlar að taka kröfur okkar upp í komandi samningum og verðum
við bara að bíða og sjá hver árangurinn verður af þeim samningum.
En eitt er það sem þolir enga bið, en það er að stöðva þetta svivirðilega rán sem
fæðiskostnaður margra mötuneyta verbúðanna er, en eins og allir vita er sá
kostnaður farinn aö slaga vel i 70% af dagvinnutekjum.
Þessu virtist formaður VMSÍ, Guðmundur J. Guðmundsson, og þeir er 9.
þingið sátu, fyllilega sammála.
Við talsmenn FVF á þinginu, Björn Gíslason sjómaður og ég, bentum for-
ystunni á að ef ekki væri búið að reyna einhverja leið til þess að stöðva þetta háa
verð á fæði fyrir mánaðamótin okt. —nóv., þá yrði farandverkafólk sjálft að grípa
til einhverra róttækra ráðstafana til þess að þrýsta á um að eitthvað yrði gert.
Við teljum að ef ASÍ, VMSÍ og Sjómannasambandið mundu beita sér sem
heild gagnvart útgerðarauðvaldinu til þess að ná einhverju samkomulagi um
fæðiskostnað, þá hlyti eitthvað að ganga. í það minnsta fannst okkur það vera
skylda forystunnar að reyna, að gera tilraun og sjá hvað yrði úr. Þessu var
Guðmundur J. Guðmundsson einnig sammála okkur um og lofaði að beita sér
fyrir því að gera öflugt átak í málinu. Þegar svo ekkert var farið að gerast í málinu,
þó liðið væri langt fram i nóvember, fórum við að verða óróleg. Allan þennan
tima höfðum við samt haldið uppi spurnum hjá VMSI hvernig málinu vegnaði.
150