Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 20
Tímarit Máls og menningar Innri og ytri friður Friður skv. hinni biblíulegu hefð er ekki eingöngu innri friður eða sálar- friður heldur — eins og sjá má af ritum spámannanna — ytri friður, hin ytri lífsskilyrði mannsins og raunar lífríkisins alls. Það er hins vegar býsna algengur misskilningur hér á landi, eftir því sem mér virðist, að friðarboð- skapur kirkjunnar sé einkum boðskapur um innri frið. Þar á kirkjan vissulega mikla sök sjálf. Að þessum skilningi er það hlutverk kirkjunnar að boða frið í sál mannsins og þeim mun fleiri sem láti höndlast af þeim boðskap þeim mun meiri líkur séu til að samfélagið í heild verði friðelsk- andi. Því ber ekki að neita, að boðskapur kirkjunnar er líka boðskapur um innri frið en aðeins í nánum tengslum við frið hið ytra. A seinni árum hafa margs konar stefnur af austrænum toga spunnar haft áhrif á Vesturlöndum. Yfirleitt virðast þær boða innhverfa lífsskoðun þar sem áherslan liggur á tækni til þess ætlaðri að veita einstaklingnum frið hið innra. Það sem greinir kristindóminn frá þessum stefnum er áhersla hans á hinn spámannlega boðskap um frið hið ytra, skilyrði fyrir friði manna á meðal og á milli þjóða. Þegar Jesús fjallar um frið í Fjallræðunni notar hann orðið „friðflytjandi". Á frummálinu, grísku, merkir orðið raunar „gjörandi friðarins“. Þetta orð ber að skilja í anda hinna hebresku spámanna, þar sem bæði Jesú og áheyrendur hans við rætur Olíufjallsins lögðu þeirra skilning í hugtakið friður. Það er hlutverk kirkjunnar að sinna því ábyrgðarhlutverki að gæta skilyrða friðarins í samfélaginu, hún er ekki kölluð til þess að stofnsetja neitt eilíft friðarins ríki á þessari jörð. Friður er ekki takmark við sjóndeild- arhring sem unnt væri að ná með góðum vilja og góðum ráðum, fullkomnu skipulagi eða á annan hátt. Hið biblíulega raunsæi gerir ekki ráð fyrir því að „Paradís" endurheimtist og því ekki heldur friðurinn í allri sinni fyllingu heldur. Kirkjan er hins vegar kölluð til óaflátanlegs andófs í heimi, sem hefur sífelldar tilhneigingar til hins illa; ekki svo að skilja að hún sé flekklaus, sagan sýnir þvert á móti, að kirkjan eins og allt mannlegt samfélag annað hefur flekkaðar hendur og hefur látið afvegaleiðast. Samt heldur hún áfram af veikum mætti við að reyna að vera það sem henni er ætlað að vera: gjörandi friðarins í þessum heimi. Atómfriður Boðskapur um innri frið er ekki sá boðskapur, sem brýnastur er um þessar mundir. Það er spurningin um hinn ytri frið sem fjallað er um innan kirkjunnar sem utan. Það er sá friður, „sem enginn friður er“,pax atomica, sá kaldi friður í helskugga kjarnorkusprengjunnar sem vakið hefur þá 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.