Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Qupperneq 29

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Qupperneq 29
Goðsögnin um öryggi íslendinga Utanríkisráðherra Islands sem sat þennan fund var þáverandi forystumaður jafnaðarmanna hér á landi, Benedikt Gröndal. Fyrir fundinn sagði hann að- spurður, að hann teldi þetta aðallega mál þeirra þjóða sem ættu að hafa þessi vopn í löndum sínum og að hann hygðist ekki blanda sér í deilur um þau! Vissulega hefði þurft að spyrja íslenska ráðherrann í framhaldi af því, hvort hann teldi afleiðingar af notkun þessara vopna vera einkamál þeirra þjóða sem eiga að hýsa þau. Hörmulegri afhjúpun á ósjálfstæði og ábyrgðarleysi íslenskrar utanríkisstefnu er varla hægt að hugsa sér en þá sem kom fram í tveim atkvæðagreiðslum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í nóvember 1982. Fyrri atkvæðagreiðslan var um ályktunartillögu gegn framleiðslu nifteinda- sprengja. I henni sagði að slíkar sprengjur verði til að herða á vígbúnaðarkapp- hlaupinu og þær auki líkurnar á notkun kjarnorkuvopna í stríði. Tillagan var samþykkt með 59 atkvæðum gegn 14. Fulltrúar 6 NATOríkja sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, en önnur ríki NATO greiddu atkvæði gegn henni. Þau NATOríki sem sátu hjá voru: Island, Danmörk, Grikkland, Holland, Noregur og Spánn. Bandaríkjamenn hafa þegar hafið framleiðslu nifteindasprengja og Frakkar hafa gert tilraunir með þær. Þótt sprengikraftur nifteindasprengjunnar sé smár er geislavirknin sem fylgir henni miklu meiri og skaðlegri en geislun frá venjulegri kjarnorkusprengju með sama sprengikraft. Hin atkvæðagreiðslan á allsherjarþingi SÞ sem hér er átt við var um tillögu sem Svíar og Mexíkanar fluttu um frystingu kjarnorkuvopna. Hún er í anda tillögu Kennedys og Hatfields á bandaríska þinginu (sjá bók þeirra félaga: Stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar. MM 1982). 103 ríki greiddu tillögunni atkvæði í fyrstu nefnd allsherjarþingsins, en 17 ríki greiddu atkvæði gegn henni. Öll NATOríkin greiddu atkvæði gegn tillögunni nema Grikkland, sem studdi hana, og ísland og Danmörk sem sátu hjá. Það verður að teljast ábyrgðarlaust af hálfu íslendinga að greiða ekki báðum þessum tillögum atkvæði sitt. Islenska utanríkisráðuneytið er bundið á klafa hernaðarstefnu NATO og treystir sér greinilega ekki til að fylkja sér í þann stóra flokk þjóða sem leitast við að sporna gegn vígbúnaðarbrjálæðinu. Skyldu þjóðirnar sem greiddu atkvæði með tillögunum tveim álíta okkur friðelskandi þjóð? Það vekur athygli í þessu sambandi að danska ríkisstjórnin ákvað að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna um frystingu kjarnorkuvopna vegna þess að hún óttaðist uppgjör í danska þinginu ef hún greiddi atkvæði gegn henni eins og flest NATOríkin, og það uppgjör gæti leitt til falls ríkisstjórnarinnar. Ekki virðist íslenska utanríkisráðuneytið þurfa að velta vöngum yfir svo harkalegum viðbrögðum á Alþingi. Umræða um slík mál virðist fara fram í þröngum hópi manna í einu ráðuneyti, ef hún er þá til að marki í íslenska stjórnkerfinu. 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.