Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Qupperneq 29
Goðsögnin um öryggi íslendinga
Utanríkisráðherra Islands sem sat þennan fund var þáverandi forystumaður
jafnaðarmanna hér á landi, Benedikt Gröndal. Fyrir fundinn sagði hann að-
spurður, að hann teldi þetta aðallega mál þeirra þjóða sem ættu að hafa þessi
vopn í löndum sínum og að hann hygðist ekki blanda sér í deilur um þau!
Vissulega hefði þurft að spyrja íslenska ráðherrann í framhaldi af því, hvort
hann teldi afleiðingar af notkun þessara vopna vera einkamál þeirra þjóða sem
eiga að hýsa þau.
Hörmulegri afhjúpun á ósjálfstæði og ábyrgðarleysi íslenskrar utanríkisstefnu
er varla hægt að hugsa sér en þá sem kom fram í tveim atkvæðagreiðslum á
allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í nóvember 1982.
Fyrri atkvæðagreiðslan var um ályktunartillögu gegn framleiðslu nifteinda-
sprengja. I henni sagði að slíkar sprengjur verði til að herða á vígbúnaðarkapp-
hlaupinu og þær auki líkurnar á notkun kjarnorkuvopna í stríði. Tillagan var
samþykkt með 59 atkvæðum gegn 14. Fulltrúar 6 NATOríkja sátu hjá við
atkvæðagreiðsluna, en önnur ríki NATO greiddu atkvæði gegn henni. Þau
NATOríki sem sátu hjá voru: Island, Danmörk, Grikkland, Holland, Noregur
og Spánn.
Bandaríkjamenn hafa þegar hafið framleiðslu nifteindasprengja og Frakkar
hafa gert tilraunir með þær. Þótt sprengikraftur nifteindasprengjunnar sé smár
er geislavirknin sem fylgir henni miklu meiri og skaðlegri en geislun frá
venjulegri kjarnorkusprengju með sama sprengikraft.
Hin atkvæðagreiðslan á allsherjarþingi SÞ sem hér er átt við var um tillögu
sem Svíar og Mexíkanar fluttu um frystingu kjarnorkuvopna. Hún er í anda
tillögu Kennedys og Hatfields á bandaríska þinginu (sjá bók þeirra félaga:
Stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar. MM 1982). 103 ríki greiddu tillögunni atkvæði í
fyrstu nefnd allsherjarþingsins, en 17 ríki greiddu atkvæði gegn henni. Öll
NATOríkin greiddu atkvæði gegn tillögunni nema Grikkland, sem studdi hana,
og ísland og Danmörk sem sátu hjá.
Það verður að teljast ábyrgðarlaust af hálfu íslendinga að greiða ekki báðum
þessum tillögum atkvæði sitt. Islenska utanríkisráðuneytið er bundið á klafa
hernaðarstefnu NATO og treystir sér greinilega ekki til að fylkja sér í þann
stóra flokk þjóða sem leitast við að sporna gegn vígbúnaðarbrjálæðinu.
Skyldu þjóðirnar sem greiddu atkvæði með tillögunum tveim álíta okkur
friðelskandi þjóð?
Það vekur athygli í þessu sambandi að danska ríkisstjórnin ákvað að sitja hjá
við atkvæðagreiðsluna um frystingu kjarnorkuvopna vegna þess að hún óttaðist
uppgjör í danska þinginu ef hún greiddi atkvæði gegn henni eins og flest
NATOríkin, og það uppgjör gæti leitt til falls ríkisstjórnarinnar.
Ekki virðist íslenska utanríkisráðuneytið þurfa að velta vöngum yfir svo
harkalegum viðbrögðum á Alþingi. Umræða um slík mál virðist fara fram í
þröngum hópi manna í einu ráðuneyti, ef hún er þá til að marki í íslenska
stjórnkerfinu.
19