Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 35
Kjarnorkuvopnalaus svadi
fyrir kjarnorkuvopnalausum svæðum á Norðurlöndum, á Balkanskaga,
Niðurlöndum og öllum Miðjarðarhafseyjum. Allt slíkt frumkvæði styrkir
hvað annað og fellur í víðari ramma kjarnorkuafvopnunar í Evrópu.“ (4)
Það er ekki einungis að friðarhreyfingar beini baráttu sinni gegn vígbún-
aðarkapphlaupinu til þess að afstýra hugsanlegri tortímingu mannkyns í
gereyðingarstyrjöld, heldur leggja þær einnig áherslu á, „að aukinn fjár-
austur til vígbúnaðar, vaxandi atvinnuleysi og örbirgð samstiga félagslegu
og pólitísku ofbeldi og einstrengingslegri þjóðernishyggju, sem hefur blossað
upp að nýju, geti allt saman skapað aðstæður sem grafa undan lýðræði og
stefna í styrjöld“. Ennfremur benda þær á að vígbúnaðarkapphlaupið sé
meginorsök neyðarinnar í heiminum, sem drepur hina fátæku áður en skoti
er hleypt af.
I áherslu þeirri, sem lögð er á sjálfstætt framtak einstakra þjóða eða svæða
felst yfirlýsing um gjaldþrot samningaviðræðna risaveldanna um takmörk-
un vígbúnaðar enda hafa þær, eins og segir í yfirlýsingunni, verið notaðar til
að réttlæta vígbúnað sem er á döfinni; því blasi við sú staðreynd, að
gereyðing sé ekki einungis tryggð heldur margtryggð.
Kjarnorkuvopnalaus Evrópa
Bollaleggingar um takmarkaða kjarnorkustyrjöld eða svonefnt leikvangs-
stríð (theater nuclear war), ákvörðun NATO 1979 að setja upp Pershing II
og stýriflaugar í V-Evrópu, SS-20 flaugar Sovétríkjanna, sem beint er gegn
V-Evrópu, ásamt tilskipun Carters forseta, sem hann gaf hernum í lok
forsetaferils síns (5) sem Reagan hefur áréttað, hafa valdið því að
almenningur hefur fyllst ótta við að Evrópa gæti orðið vettvangur kjarn-
orkustyrjaldar milli risaveldanna og risið til mótmæla. Það er því í fyllsta
máta eðlilegt að samtök almennings í V-Evrópu skuli hafa sett kröfuna um
kjarnorkuvopnalausa Evrópu á oddinn í baráttu sinni. Hugmyndir um
kjarnorkuvopnalaus svæði í Evrópu eru þó ekki nýjar (1,6).
Arið 1956 fitjuðu Sovétríkin uppá umræðu í afvopnunarnefnd S.þ. um hugsanlega
takmörkun á vopnabúnaði undir eftirliti og bann við kjarnorkuvopnum í Austur- og
Vestur-Þýskalandi og nokkrum aðliggjandi ríkjum. Hugmyndin komst aldrei
lengra.
Arið 1957 lagði Adam Rapaci, utanríkisráðherra Póllands, tillögu fyrir allsherjarþing
S.þ., sem fól í sér að bæði þýsku ríkin, Tékkóslóvakía og Pólland yrðu
kjarnorkuvopnalaus svæði. Tékkar og Austur-Þjóðverjar voru samþykkir. Sovétrík-
in studdu tillöguna en NATÓ hafnaði á þeim forsendum að þetta tryggði ekki
sameiningu Þýskalands og tæki ekki til hefðbundins vígbúnaðar.
Árið 1959 lagði Rapaci fram endurskoðaða áætlun, þar sem tekið var tillit til
hefðbundinna vopna, en henni var einnig hafnað.
25