Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Qupperneq 41

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Qupperneq 41
Kjarnorkuvopna.la.us svttði Alva Myrdal (12) hefur verið ómyrk í máli í úttekt sinni á hugmyndinni um útþynningarsvæði. Hún telur þetta byggjast á ranghugsun og bendir m.a. á það sem að ofan segir um Kolaskaga og Eystrasaltslöndin og getur þess að ranglega sé litið á Eystrasalt sem norrænt innhaf. Síðast en ekki síst bendir hún á að Norðurlönd geti aðeins borið ábyrgð á og séð um eftirlit í eigin löndum. Nú virðist liggja nokkuð ljós fyrir sú niðurstaða að miða beri við yfirráðasvæði Norðurlanda, þ.e. þurrlendi, land- og lofthelgi, enda virðist svo þurfa að vera, eigi samningurinn að standast samkvæmt alþjóðarétti. Vegna stöðu Islands og vaxandi hernaðarumsvifa beggja risaveldanna í hafinu umhverfis landið voru SHA óánægð með svona þröng mörk og lögðu til að svæðið næði til efnahagslögsögunnar eða 200 mílna í stað fjögurra. Þetta var ekki talið mögulegt, þar eð svæðið tæki þá yfir alþjóða- siglingaleiðir sem nytu verndar alþjóðaréttar. Hins vegar mætti þetta mikl- um skilningi enda í samræmi við tilgang myndunar þessa kjarnorkuvopna- lausa svæðis, að það verði ekki til þess að vígbúnaður aukist annars staðar. Jafnframt var lögð áhersla á að þetta væri einungis fyrsta skref sem Norðurlöndin tækju og einnig bent á hugsanleg viðbótarákvæði um þetta atriði. Ef litið er til reynslunnar af viðleitni til að friða Indlandshaf (3), sem að nokkru tekur til opins hafsvæðis, þá sýnist verða torsótt að ná friðun á efnahagslögsögu okkar. Ekki svo að ástæða sé til uppgjafar, síður en svo, því að það skiptir Islendinga gífurlega miklu að ná slíku fram. 3) Skilgreining á kjamorkuvopnum: Það er að sjálfsögðu meginatriði til hvaða vopna samningurinn tekur. Það virðist stefna í frekar þrönga skil- greiningu, þ.e. að hann nái aðeins til kjarnasprengja og kjarnaodda og er það í samræmi við Tlateloco-samninginn og samning frá 1968 um bann við dreifingu kjarnorkuvopna. SHA voru ekki ásátt með svo þrönga skil- greiningu og lögðu til að hún yrði víðari og tæki einnig til búnaðar sem þjónaði og stjórnaði kjarnorkuvopnum. Samtökin töldu að þessi þrönga skilgreining mundi draga úr gildi svæðisins til að draga úr spennu og að auki hlytu stjórnstöðvar að vera skotmörk kjarnorkuárásar. Það kom á daginn að fulltrúar annarra friðarsamtaka á Norðurlöndum voru ekki ánægðir með þessa þröngu skilgreiningu eins og m.a. kemur fram í því að hér er einnig gert ráð fyrir hugsanlegum viðbótarákvæðum. En vandinn sem við er að etja er annars vegar, að búnaður þjónar oft jöfnum höndum hefðbundnum vopnum og kjarnorkuvopnum, og hins vegar er erfitt að fullyrða hverju af slíkum búnaði eða stjórnstöðvum yrði eytt með hefðbundnum vopnum og hverju með kjarnorkuvopnum. I þessu sambandi var sérstaklega rætt um kafbátahernaðinn, þ.e. miðunar- tæki, stjórntæki og fleira sem tengist honum, en eins og áður hefur verið 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.