Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 42
Tímarit Máls og menningar
drepið á grafa framfarir í gagnkafbátahernaði ekki hvað síst undan
ógnarjafnvæginu (13) út frá þeirri einföldu staðreynd, að kenningin um
fælingu byggist á óvissu hvort unnt sé með árás að eyða nægilega miklu af
kjarnorkuvopnum andstæðingsins til að hann geti ekki valdið óbætanlegu
tjóni með gagnárás. Með bættri miðunartækni og ýmsum endurnýjunum í
kjarnorkuvígbúnaði eru kafbátar að verða aðalóvissuþátturinn. Með bætt-
um aðferðum til að finna óvinakafbáta og granda þeim dregur úr þeirri
óvissu. Við vitum að Bandaríkin hafa lagt mikla áherslu á þróun gagnkaf-
bátahernaðar og vafalaust gildir það sama um Sovétríkin, þó að þau eigi
vegna legu sinnar e.t.v. óhægara um vik. Mjög mikilvægir þættir eru
SOSUS-kerfin og Orionvélarnar sem eru bæði á Islandi og í Noregi, enda
telur Björn Kirkerud (13) að Noregur ætti á hættu að dragast mjög fljótt
inní átök risaveldanna, þó að þau hæfust á alltöðru svæði, t.d.
Miðjarðarhafi, vegna þessa búnaðar. Sverre Lodgárd (9) tekur mjög í sama *
streng og telur að takmörkun á gagnkafbátahernaði frá norsku landi mundi
treysta öryggi Noregs. Þetta gildir vafalaust einnig um ísland. En eins og
segir í vinnuplaggi norrænu friðarsamtakanna, þá er ekki fullvíst að best sé
að leysa öll þessi vandamál í samhengi við svæðismyndunina og bent er á að
einstök lönd ættu að geta með eigin samþykktum eða samkomulagi við
bandamenn sína losnað við óæskilegan búnað.
F>að er því ljóst að við íslendingar losnum ekki við heimaverkefni þó að
við gerumst hluti af kjarnorkuvopnalausum Norðurlöndum.
4) Flutningur: Gert er ráð fyrir að flutningur kjarnorkuvopna um
svæðið verði bannaður. Þar kom fram að fyrir utan ísland (Keflavíkurflug-
völl) og Grænland (flugvelli í Thule og Syðra-Straumsfirði) skipti sjóleiðin
mestu og gæti valdið vandkvæðum varðandi NATÓ-ríkin, t.d. vegna
sameiginlegra heræfinga og skipa eða kafbáta með kjarnorkusprengjur
innanborðs sem leituðu hafna til að fá vistir. Þessi vandi með ákvæði um
flutninga bíður úrlausnar.
5) Neikvœð trygging: Eitt af því sem var til umræðu, einkum í fyrstu, var
hvort gera ætti það að skilyrði að kjarnorkuvopnaveldin gæfu svokallaða
neikvæða tryggingu. í því felst, að þau lýsi því yfir að þau muni hvorki hóta
né beita kjarnorkuvopnum gegn ríkjum þessa svæðis. Afstaða til þessa hefur
breyst og virðast nú flestir á því að ekki eigi að gera slíka tryggingu að
skilyrði fyrir kjarnorkuvopnalausum Norðurlöndum. Það gæti orðið til
þess að þæfa málin. Að auki má benda á að kjarnorkuvopnaveldin
samþykktu neikvæða tryggingu á fyrstu afvopnunarráðstefnu S.þ. 1978 (12)
og virðist augljóst að kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd ættu að falla undir
þá samþykkt.
6) Framkvœmd og eftirlit: Þó að talsvert hafi verið fjallað um þennan lið
32