Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 48
Tímarit Máls og menningar
yfir íbúa Kyrrahafsins. Það var einmitt þá sem Helen Caldicott hóf afskipti
af baráttunni gegn kjarnorkunni. Hún var m.a. í nefnd sem fór til viðræðna
við frönsk stjórnvöld. Hún segir svo frá að Frakkarnir hafi fullyrt að þeirra
sprengjur væru algjörlega hættulausar. Af hverju sprengið þið þær þá ekki í
Miðjarðarhafinu? spurðu Astralíumennirnir. Þar býr allt of margt fólk var
svarið. „Þeir vissu auðvitað að þær væru hættulegar og að þær gætu valdið
dauða fjölda fólks, en þeim var alveg nákvæmlega sama“, segir Helen
Caldicott.
Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Þegar olíukeppan skall á 1975 hljóp
ástralska stjórnin til og bauð hrjáðum ríkjum vestursins úran til kjarnorku-
framleiðslu. Einhverjar stærstu úrannámur í heimi eru á landsvæðum
frumbyggja Ástralíu. Ibúarnir voru látnir undirrita samninga um afsal
landsins, nú ætlaði stjórnin sér að græða á tá og fingri. Helen Caldicott fór
að kynna sér hvað þarna væri á ferð, hvaða afleiðingar úranvinnslan hefði á
þá verkamenn sem við hana ynnu. Hún gekk á fund verkalýðshreyfingar-
innar, sem í fyrstu tók máli hennar treglega. Þegar búið var að skýra út hvað
biði þeirra verkamanna sem kæmu nálægt námunum, snéri forystan við
blaðinu og barðist gegn vinnslunni. En það er alltaf nóg af fólki sem ekki
trúir. Sem stendur leggja Astralíumenn drjúgan skerf til kjarnorkufram-
leiðslu í heiminum og þeir sem mótmæla fá þungar refsingar. Þetta mál varð
til að beina athygli Helen Caldicott að kjarnorkunni jafnt og sjálfum
kjarnorkuvopnunum. Hún gerir engan greinarmun á þessu tvennu, enda
órjúfanlega tengt og mannkyninu stórhættulegt í stríði sem friði.
Oll geislun er mönnum hættuleg. Hún getur valdið erfðabreytingum,
drepið eða skaðað frumur líkamans. Ótal geislavirk efni koma fram þegar
úran er grafið úr jörð eða þegar það er klofið. Efnin eru hættuleg misjafn-
lega lengi. Helmingatími geislavirks joðs er 8 dagar, en plútoníums 24.400 ár!
Dótturefni úrans senda ýmist frá sér alfa- eða betageisla og eru öll krabba-
meinsvaldar.
Eftir Hirosima og Nagasaki fylgdust læknar nákvæmlega með afleiðing-
um geislavirkninnar sem birtust í nýjum myndum ár eftir ár. Nákvæmar
skýrslur voru gerðar og heiminum kynntar þær hörmungar sem íbúarnir
máttu þola. Þrátt fyrir það hefur meðferð og notkun geislavirkra efna verið
aldeilis fráleit. Tölur frá Bandaríkjunum sýna að um 20% verkamanna sem
vinna í úrannámunum deyja úr krabbameini. Þar sem eitthvað er að ráði um
gastegundina raydon deyja um 60% verkamanna úr lungnakrabba. I Grand
Junction og Port Hope í Colorado í Bandaríkjunum notuðu íbúarnir úran-
málmgrýti sem hent var, til að byggja íbúðarhús, skóla og sjúkrahús. Þar
hafa verið að koma fram fleiri hvítblæðitilfelli meðal barna en eðlilegt getur
38