Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 50

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 50
Tímarit Máls og menningar Ef það kemst í samband við loft klofnar það í örlitlar agnir sem maður getur andað að sér. Þær setjast í lungun og valda lungnakrabba, nái þær að skaða frumu. Helen Caldicott heldur því fram að hver einn og einasti íbúi á norðurhveli jarðar hafi í sér ögn af plútoníum, frá þeim tíma er stórveldin sprengdu í andrúmsloftinu. Plútoníum er skaðlegt í 500.000 ár. Ef maður með plútoníum í líkamanum deyr og er brenndur berst efnið aftur út í loftið. Það getur borist í annan einstakling og enn aðra og eitrað áfram út frá sér í þúsundir ára. Hver kjarnakljúfur framleiðir 200—250 kg af plútoníum á ári. Talið er að árið 2020 sitji Bandaríkjamenn uppi með 30.000 tonn af efninu. Það þarf 5 kg til að framleiða kjarnorkusprengju svo að sjá má að þar sem kjarnakljúfur er til, er teoretískt séð hægt að framleiða 40 sprengjur á ári! Þessar upplýsingar fylgja hér til að sýna hvílíkt brjálæði er á ferðinni. Urgangurinn er mikill og eins og þegar hefur komið fram eru menn í vandræðum með hann. Ef geislavirk efni komast inn í lífkeðjuna þarf ekki að sökum að spyrja, afleiðingarnar geta orðið óhugnanlegar. Mannkynið stendur frammi fyrir þeim vanda að þó að takist að tryggja varanlegan frið og hefja afvopnun, bíður geysilegur vandi vegna þeirra geislavirku efna sem þegar eru komin út í höf, vötn og jarðveg, eða geymd niðurgrafin. Helen Caldicott segir að á næstu áratugum megi vænta krabbameins, hvítblæðis, vansköpunar og fleiri sjúkdóma í svo stórum stíl að jafnist á við farsóttir. Hvort einhver leið finnst til lækningar veit enginn, en hitt má vera ljóst að það dugar ekki að banna kjarnorkuvopnin, það verður líka að banna kjarn- orkuna og þann eiturefnaiðnað sem ógnar öllu lífi. Þetta eru staðreyndir sem friðarsinnar, þar á meðal læknar reyna að kynna fólki. Við verðum að vita hvaða afleiðingar kjarnorkan hefur til að geta hafnað henni. Það segja margir að Helen Caldicott dragi upp allt of svarta mynd, en það eru líka allt of margir sem skella skollaeyrum við, vitandi að líklega verða þeir komnir undir græna torfu þegar kemur að skuldaskilum. Að baki vopnaframleiðslunnar og kjarnorkuiðnaðarins eru miklir peningahagsmunir, þar er stóriðnaður í húfi. Menn stundargróðans víla ekki fyrir sér hvers kyns blekkingar og lygi, áróður og stríðsæsingar. Því er haldið að almenningi að þó að nokkrar sprengjur féllu, þýddi það ekki annað en nokkrar vikur í neðanjarðarbyrgjum. Helen Caldicott segir slíkt helberar blekkingar, enginn muni lifa af þegar til lengdar lætur. Springi öflug sprengja, eða fleiri en ein, mun úrfellið dreifast um alla jörðina. Vatn, loft og jarðvegur mun mengast, landbúnaður verður úr sögunni í áraraðir og þar með öll matvælaframleiðsla. Ozonlagið í háloftunum sem dreifir geislum sólar mun eyðast að hluta til, sem þýðir að hvítur maður getur aðeins verið úti í sól í örfáar mínútur áður en hann fær þriðju gráðu 40
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.