Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 56
Tímarit Máls og menningar gaflinn að hann lagðist út. Gaflinn lá á hliðinni útá mölinni og bragginn gapti einsog hellir út í skammdegið. Svo þegar hann var búinn að sofa úr sér reiðina og orðið kalt fór hann út, rétti gaflinn upp og festi hann í gapinu. Berhentur. Einn. Oryrki? Ekki var hann handalaus með kryppu í hjólastól. Tommi gamli sagði stundum að hann stigi ekki í vitið, en fæstir vissu hvað væri að honum, varla einu sinni Gréta konan hans; það var þá frekar að það væri eitthvað að henni, hún var ýmist ofsakát eða ægilega niðurdregin. Undarlegt. Einu sinni ætlaði hún að hengja sig útá snúrustaurnum en Lína gamla sá það útum gluggann og hljóp út og skipaði henni að hætta þessari andskotans vitleysu. — Nú hefurðu farið öfugt frammúr rúminu í morgun! Svo fór Lína með konuna inní eldhús í Gamla húsinu til að róa hana. Það undarlega var að þegar þetta gerðist var allt í himnalagi. Ekkert að svosem. Veðrið var gott. Börnin frísk. Hreggviður hafði ekki drukkið í rúman mánuð og var nýorðinn Reykjavíkurmeistari í sleggjukasti. En svo var það kannski tveimur mánuðum seinna þegar allt var komið í vitleysu og svað: bragginn einsog íshús, báðir krakkarnir með bronkítis, Hreggviður kolóður, mölvandi allt, drekkandi einsog berserkur og Gréta sjálf orðin kinnfiskasogin og grá; þá var hún ofsakát. Sveif um í sæluvímu. Talaði um húsið sem þau ætluðu að byggja. Einbýlishúsið. Og hún ætlaði að láta gera við tennurnar í sér. Syngja inná plötu. Þetta var hún að segja heimilisfólkinu í Gamla húsinu. Hún hafði nefnilega verið söngkona í danshljómsveit áður en hún kynntist Hreggviði. Svo tók hún tvö máttleysisleg spor á eldhúsgólfinu og hló skærum dillandi hlátri. Allir brostu. Meira að segja Lína gamla brosti. Gréta hló svo smitandi og hjartanlega. Meðan þronkítishviðurnar heyrðust úr bragganum og alveg inní eldhús. ★ Strákarnir ætluðu að sýna Hreggviði myndina, en áðuren þeir gátu bankað á braggahurðina snaraðist heljarmennið út með íþróttatösku í hendinni, á leiðinni útá Káravöll þarsem ljúka átti seinna um daginn minniháttar móti í frjálsum sem staðið hafði yfir helgina. Hreggi var þungur á brún en lifnaði allur við að sjá lotninguna í svip strákanna sem hann vissi að voru hans dyggustu, jafnvel einu, aðdáendur. Hann kíkti snöggt á myndina. 46
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.