Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 61
Hringsól um braggahverfid
Það var alltaf gaman að kasta grjóti í strætó og þegar hann kom
skröltandi eftir holóttum Aðalveginum dembdu félagarnir grjót-
hnullungum á eftir honum, hittu samt ekkert nema litla rúðu á
bakhlið sjoppunnar við stoppistöðina, glerið maskaðist með háværu
glamri og þegar einhverjir komu æðandi útúr sjoppunni tóku vinirnir
til fótanna og hlupu afturfyrir braggaröðina og drullupollinn, að
Listamannablokkinni, fyrir hornið og uppí stigagang. Þegar þeir
útum glugga af fjórðu hæðinni sáu eftirförina skeiða framhjá
slöppuðu þeir af og settust en lögðu svo af stað niður eftir bónuðum
gólfdúk stigans. Niðrá annarri mættu þeir nokkrum krökkum sem
bjuggu í blokkinni.
— Hvað eruð þið að gera hér.
— Kemurðagi við.
— Varsta reka við!
hihihi
— Kamparar! Kamparar! Braggaskríll!
— Einsog ég vildi vera blokkaraaumingi!
— Ihihi. Ofundar okkur bara af því að eiga heima hérna! ihihi!
— Hah! Mér langar sko ekki hundaskít til að eiga heima hjadna!
— Það er vitlaust að segja mér langar, það á að segja mig langar!
Kanntekkjað tala! Kanntekkjað tala! Kanntekk . . .
Baddi hljóp að stelpunni sem hæst gargaði og sparkaði í raskatið á
henni með gúmmískónum. Hún rak upp skerandi gól og sentist af
stað háorgandi með táraflóð útúr öllum vitum. Hinir krakkarnir
byrjuðu líka að grenja og fóru hver inní sína íbúð. Strákarnir stukku
niður og að útidyrahurðinni sem þeir létu skellast harkalega, en fóru
samt ekki út heldur laumuðust áfram niður tröppurnar og niðrí
gúmmílyktandi hjólhestageymsluna í kjallaranum. I gegnum hana og
inní þvottahús þarsem þeir opnuðu gluggann viðbúnir að stökkva út
á moldarflagið ef einhver kæmi.
En enginn kom. Þeir biðu og það var hefndarhugur í þeim. Þeir
fóru inná langan gang þarsem voru númeraðar geymsluhurðir til
beggja handa. Hver íbúð hafði sína kompu og inní sumar þeirra gátu
þeir auðveldlega brotist með hljóðlátri innbrotstækni. Aður höfðu
þeir oftast náð sér í tómar gosflöskur til að selja í sjoppunni en
núorðið stíluðu þeir uppá verðmætari hluti. I einni geymslunni
höfðu þeir stundum komist yfir bjór og niðursoðna ávexti, en þar var
51