Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 61
Hringsól um braggahverfid Það var alltaf gaman að kasta grjóti í strætó og þegar hann kom skröltandi eftir holóttum Aðalveginum dembdu félagarnir grjót- hnullungum á eftir honum, hittu samt ekkert nema litla rúðu á bakhlið sjoppunnar við stoppistöðina, glerið maskaðist með háværu glamri og þegar einhverjir komu æðandi útúr sjoppunni tóku vinirnir til fótanna og hlupu afturfyrir braggaröðina og drullupollinn, að Listamannablokkinni, fyrir hornið og uppí stigagang. Þegar þeir útum glugga af fjórðu hæðinni sáu eftirförina skeiða framhjá slöppuðu þeir af og settust en lögðu svo af stað niður eftir bónuðum gólfdúk stigans. Niðrá annarri mættu þeir nokkrum krökkum sem bjuggu í blokkinni. — Hvað eruð þið að gera hér. — Kemurðagi við. — Varsta reka við! hihihi — Kamparar! Kamparar! Braggaskríll! — Einsog ég vildi vera blokkaraaumingi! — Ihihi. Ofundar okkur bara af því að eiga heima hérna! ihihi! — Hah! Mér langar sko ekki hundaskít til að eiga heima hjadna! — Það er vitlaust að segja mér langar, það á að segja mig langar! Kanntekkjað tala! Kanntekkjað tala! Kanntekk . . . Baddi hljóp að stelpunni sem hæst gargaði og sparkaði í raskatið á henni með gúmmískónum. Hún rak upp skerandi gól og sentist af stað háorgandi með táraflóð útúr öllum vitum. Hinir krakkarnir byrjuðu líka að grenja og fóru hver inní sína íbúð. Strákarnir stukku niður og að útidyrahurðinni sem þeir létu skellast harkalega, en fóru samt ekki út heldur laumuðust áfram niður tröppurnar og niðrí gúmmílyktandi hjólhestageymsluna í kjallaranum. I gegnum hana og inní þvottahús þarsem þeir opnuðu gluggann viðbúnir að stökkva út á moldarflagið ef einhver kæmi. En enginn kom. Þeir biðu og það var hefndarhugur í þeim. Þeir fóru inná langan gang þarsem voru númeraðar geymsluhurðir til beggja handa. Hver íbúð hafði sína kompu og inní sumar þeirra gátu þeir auðveldlega brotist með hljóðlátri innbrotstækni. Aður höfðu þeir oftast náð sér í tómar gosflöskur til að selja í sjoppunni en núorðið stíluðu þeir uppá verðmætari hluti. I einni geymslunni höfðu þeir stundum komist yfir bjór og niðursoðna ávexti, en þar var 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.