Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 68
Tímarit Máls og menningar
Þegar útkeyrslumaðurinn frá Vísi kom á sendiferðabílnum rúmum
klukkutíma seinna sátu strákarnir við braggagaflinn og átu vínar-
brauð úr mjólkurbúðinni. Bílstjórinn var piltur um tvítugt og þóttist
vera fokvondur.
— Eg læt þig ekki fá nein blöð, sagði hann. Eg kom hérna í dag
einsog ég er vanur og setti pakkann hérna við hurðina.
Grjóni sagði að hann hlyti að hafa gleymt því.
— Kvaða djövussiss maður, heldurðu að ég muni það ekki! Svo
kem ég niðreftir og er bara hundskammaður fyrir að gleyma að keyra
út blöðin!
Hann kveikti sér í sígarettu og benti á Badda.
— Þú varst þarna hinumegin að skera eitthvað í vegginn þegar ég
kom. Einsog ég muni það ekki!
Strákarnir horfðu glottandi á hann.
Svo andvarpaði útkeyrslumaðurinn, dró innbundinn blaðapakk-
ann úr framsætinu og henti til þeirra.
— Það þýðir ekkert að ljúga svona uppá mig meira, þá lem ég
ykkur! Hann tróð sér undir stýri og setti í gír. Svo skrúfaði hann
niður hliðarrúðuna og spurði:
— A hann ekki heima hérna einhversstaðar þessi sem var að setja
heimsmetið?
Strákarnir bentu á Hreggviðsbragga.
— Þekkiði hann?
Þeir héldu það nú.
— Þau voru að tala um þetta niðrá blaði og svo var þetta í
útvarpinu áðan. Djöfull er þetta flott maður! En er það satt að hann
sé öryrki?
— Öryggi?
— Nei, svona öryrki, lamaður eða eitthvað.
Hann Hreggviður lamaður! Sterkasti maður í heimi lamaður! Þeir
höfðu aldrei heyrt aðra eins dellu.
— Þið eruð lygalubbar, það er engu hægt að trúa sem þið segir,
sagði útkeyrslumaðurinn og spændi í burtu.
Utvið Hlynsbragga mætti hann einum af fylliröftunum sem fylgst
höfðu með íþróttamótinu. Sá var með staurlöpp og gekk haltur.
Vísisbíllinn stoppaði, bakkaði á fullri ferð til mannsins og strákurinn
X
58