Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 68
Tímarit Máls og menningar Þegar útkeyrslumaðurinn frá Vísi kom á sendiferðabílnum rúmum klukkutíma seinna sátu strákarnir við braggagaflinn og átu vínar- brauð úr mjólkurbúðinni. Bílstjórinn var piltur um tvítugt og þóttist vera fokvondur. — Eg læt þig ekki fá nein blöð, sagði hann. Eg kom hérna í dag einsog ég er vanur og setti pakkann hérna við hurðina. Grjóni sagði að hann hlyti að hafa gleymt því. — Kvaða djövussiss maður, heldurðu að ég muni það ekki! Svo kem ég niðreftir og er bara hundskammaður fyrir að gleyma að keyra út blöðin! Hann kveikti sér í sígarettu og benti á Badda. — Þú varst þarna hinumegin að skera eitthvað í vegginn þegar ég kom. Einsog ég muni það ekki! Strákarnir horfðu glottandi á hann. Svo andvarpaði útkeyrslumaðurinn, dró innbundinn blaðapakk- ann úr framsætinu og henti til þeirra. — Það þýðir ekkert að ljúga svona uppá mig meira, þá lem ég ykkur! Hann tróð sér undir stýri og setti í gír. Svo skrúfaði hann niður hliðarrúðuna og spurði: — A hann ekki heima hérna einhversstaðar þessi sem var að setja heimsmetið? Strákarnir bentu á Hreggviðsbragga. — Þekkiði hann? Þeir héldu það nú. — Þau voru að tala um þetta niðrá blaði og svo var þetta í útvarpinu áðan. Djöfull er þetta flott maður! En er það satt að hann sé öryrki? — Öryggi? — Nei, svona öryrki, lamaður eða eitthvað. Hann Hreggviður lamaður! Sterkasti maður í heimi lamaður! Þeir höfðu aldrei heyrt aðra eins dellu. — Þið eruð lygalubbar, það er engu hægt að trúa sem þið segir, sagði útkeyrslumaðurinn og spændi í burtu. Utvið Hlynsbragga mætti hann einum af fylliröftunum sem fylgst höfðu með íþróttamótinu. Sá var með staurlöpp og gekk haltur. Vísisbíllinn stoppaði, bakkaði á fullri ferð til mannsins og strákurinn X 58
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.