Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 69
Hringsól um braggahverfið stakk hausnum út og spurði hvort hann þekkti Hreggvið kúluvarpara. Það lifnaði yfir halta drykkjumanninum og hann svaraði hávær rámur og drafandi: — Eééég er heimmmmsmeistarinn í kúluvarpi! Skömmu síðar kom útkeyrslumaðurinn himinlifandi niðrá blað með hálfrifna síðu úr Vísi sem hann sýndi öllum. — Eg fékk eiginhandaráritun hjá heimsmeistaranum! Nokkrir fráskildir tóbaksgulir létt alkóhólíseraðir miðaldra blaða- menn á rykfrökkum glottu veraldarvanir og kíktu á snepilinn. A hann hafði halti drykkjusvolinn skrifað mjög klunnalegum prent- stöfum: — HREGGVIDUR SIGURSON - Þeir glottu meira og sögðu: — Okkur var sagt að þessi svokallaði „heimsmeistari“ héti Hreggviður Barðason. — Þessi sagðist vera heimsmeistari, sagði útkeyrslumaðurinn sár. — Jæja vinur, sögðu blaðamennirnir og geispuðu, þú getur alveg sparað þér áhyggjurnar, það fyrirfinnst enginn heimsmeistari hérna í bænum hvortsemer! — Nú! — Það kom nefnilega í ljós að þessi tröllkarl þarna úr braggakamp- inum setti heimsmetið sitt með unglingakúlu, sem er miklu léttari heldur en fullorðnir karlmenn keppa með. ★ Meðan félagarnir báru út seinni skammtinn af Vísi var Lína að kveikja upp í kolaofninum. Hún hafði hreinsað úr honum mesta sótið fyrr um daginn og þegar hún fór að kynda gaus biksvartur reykjar- og sótmökkur uppúr strompinum. Vindurinn stóð uppá Listamannablokkina og þarsem verið hafði sæmilega hlýtt í veðri um daginn stóðu opnir margir gluggar og svalahurðir. Kolakyndingin í braggahverfinu hafði lengi farið í taugarnar á íbúum blokkanna, en þegar þessi vítisbrækja úr strompi Gamla hússins kom veltandi gegnum gluggastórisinn var mörgum lista- mannafjölskyldum nóg boðið. Menn hittust á stigapöllum og ræddu málin og stór hópur safnaðist á óopinberan skyndifund í 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.