Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 74
Tímarit Máls og menningar tók voru þeir að sniglast um hverfið í kringum Hreggviðsbragga og reyndu að ná einhverju sambandi við rafmagnað andrúmsloftið sem þeim fannst hljóta að ríkja innandyra en heyrðu ekki neitt nema einhverja grafarþögn sem öðru hvoru var rofin af marri þegar gengið var um gólf af svo miklum þunga að bragginn virtist vera að kikna. Svo fóru þeir að þvælast um og atast með fleiri krökkum í bílhræjunum hans Hlyns en þegar myrkt var orðið dró þá eitthvað aftur að Hreggviðsbragga þarsem þeir lögðu eyrun að næfurþunnum veggnum en heyrðu ekki neitt nema sömu dimmu þögnina. I skoti við kamarinn var mölin svört og lífræn, líklega vegna þess að Shellfatan með setunni var lek og innihald hennar seytlaði niður á milli gólffjalanna, þegar félagarnir voru að læðast þar rákust þeir á veru sem lá uppað kamarveggnum. Þeir héldu fyrst að þetta væri kannski Hreggviður, en það var þá bara Diddi bróðir hans Grjóna. Grjóni kippti honum á fætur og hristi hann til, en Diddi brá við hart og þreif rýtinginn úr Skátabúðinni sem Baddi bar ennþá við beltið. Diddi hljóp af stað með hnífinn á undan sér en komst ekki langt því félagarnir stukku á hann og neyddust til að slá hann og berja til að ná af honum hárbeittu vopninu, áður en það gerðist hafði Grjóni skorist í lófanum en hann harkaði það af sér einsog annað og tók öskrandi drenginn á öxlina og bar hann heim í braggann til mömmu þeirra sem beið þar áfengislyktandi og áhyggjufull. I eldhúsi Gamla hússins sat Gréta konan hans Hreggviðs með krakkana og keðjureykti sígarettur og talaði óðamála um fjar- skyldustu málefni en þorði ekki heim vegna þess að henni fannst Hreggviður vera í svo undarlegu skapi. Baddi lagðist í sófann inní stofu og hlustaði á Tomma gamla sem var að segja Danna frá dansmey sem hann hafði kynnst í Grikklandi þegar hann hafði verið hernuminn af Þjóðverjum í fyrri heimsstyrj- öldinni, Baddi tapaði þræðinum einhversstaðar í hliðargötum Pýreusborgar, því þá var hann sofnaður, krímugur og úfinn og ennþá í gúmmískónum. 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.