Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 79
Að kynna íslenskar bókmenntir erlendis
verkanna kemur dálítið merkilegt í ljós sem færir hlutfallstölu kvennanna
töluvert niður. Af 2885 línum eiga karlar 2460, eða 85,3%, og konur 425,
eða 14,7%, sem er þá endanlegur hlutur íslenskra sagnabókmennta eftir
konur í þessu riti. Það er mjög athyglisvert til samanburðar að samkvæmt
útreikningi á grundvelli Islenskrar bókaskrár voru hvorki meira né minna
en 28,3% af skáldsögum og smásagnasöfnum áratugarins 1971 — 1980 eftir
konur.
Sömu aðferð til að rýra hlut kvennabókmennta svo lítið beri á er beitt á
ljóðin, og jafnvel í enn ríkara mæli. Alls eiga 22 höfundar eftir sig ljóð í
ritinu. Þar af eru 20 karlar, eða 90,9%, og 2 konur, eða 9,1%. Ljóðin eru 89,
og eru 82 eftir karla, eða 92,1%, og 7 eftir konur, eða 7,9%. Enn hrapar
hlutfall kvenna ef litið er á ljóðlínurnar. Þær eru alls 1820 (að meðtöldum
fyrirsögnum), og eru 1735 eftir karla, eða 95,3%, og 85 eftir konur, eða
4,7%, sem er þá endanlegur hlutur íslenskrar ljóðagerðar eftir konur í
kynningarritinu lcelandic Writing Today. Til samanburðar má geta þess að
samkvæmt íslenskri bókaskrá voru 14,1% af ljóðabókum áratugarins
1971 — 1980 eftir konur.
Þetta má setja upp í svofellda töflu:
Hlutfall kvenrithöf- Staðreyndin Ritið
unda á Islandi í dag 18,2% 12,9%
Hlutfall kvenna í
sagnagerð samtímans 28,3% 14,7%
Hlutfall kvenna í
ljóðagerð samtímans 14,1% 4,7%
Hér er vitaskuld aðeins rætt um magn en ekki gæði.
í þessu sambandi er ekki hægt að segja annað en viðtölin í ritinu séu
einkar athyglisverð. Það lengsta lætur ritstjórinn hafa við sjálfan sig, og er
það 856 línur að lengd. Við Guðberg Bergsson er talað í 583 línum, en við
Svövu Jakobsdóttur í 450 línum. Viðtalið við hana er sem sagt langstyst og
næstum helmingi styttra en viðtalið við Sigurð.
Þá sjaldan kvenrithöfunda er getið í yfirlitsgrein ritstjóra um íslenskar
bókmenntir eftir seinna stríð, eru þær skilyrðislaust skilgreindar sem kyn og
einn hópur. Um kyn karlrithöfunda er hins vegar aldrei getið. Þeir eru
rithöfundarnir, þær eru konur.
í þeim kafla greinarinnar sem fjallar um íslenska ljóðagerð ræðir Sigurður
A. Magnússon um þrettán ljóðskáld, sem öll eru karlar (án þess að það sé
69