Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 80
Tímarit Máls og menningar tekið fram), og nefnir einkenni á ljóðagerð þeirra. Hann tekur síðan fram að fleiri ljóðskáld hafi lagt sitt af mörkum til ljóðagerðar tímabilsins og segir: Among them should be mentioned Jóhann Hjálmarsson (b. 1939), Dagur Sigurdarson (b. 1937), Bödvar Gudmundsson (b. 1939) and the women poets Vilborg Dagbjartsdóttir (b. 1930), Nína Björk Árnadóttir (1941) and Steinunn Sigurðardóttir (b. 1950). (Leturbreyting hér og síðar er greinarhöfundar.) Karlarnir eru „the poets“, konurnar „the women poets“, og svo mikið er í húfi að hafa konurnar sem hóp út af fyrir sig að aldursröðinni, sem upptalningin að öðru leyti fer eftir, er breytt. A svipaðan hátt reka konurnar lestina í kaflanum um íslenska sagnagerð, en sá er munurinn að þar fá þær smáumfjöllun. Eftir að rætt hefur verið um merkustu rithöfunda tímabilsins, sem allir eru karlar (án þess að það sé sérstaklega tekið fram), er vikið að þeim Jakobínu Sigurðardóttur og Svövu Jakobsdóttur. Eru þær kynntar í einu lagi sem „women writers", og Jakobína að auki sem „a farmers wife“. Aldursröð höfundanna, sem að öðru leyti ræður byggingu greinarinnar, er enn riðlað. Um Jakobínu hefði að sjálfsögðu átt að ræða um leið og Olaf Jóhann og um Svövu á undan Guðbergi, þ.e.a.s. ef þær hefðu verið taldar til rithöfunda fremur en til kvenna. Það er ákaflega athyglisvert að bera saman mat Sigurðar á verkum (karl)rithöfundanna annars vegar og kvenrithöfundanna hins vegar. Sögur Jakobínu, „these novels by a farmer’s wife in the northeast of Iceland“, eru einna merkastar fyrir það að þær „testify to a living literary tradition among the ordinary people". Um leikrita- og smásagnagerð Svövu hefur hann það eitt að segja að hún sé þar „specializing in the predicament of women in modern society", og er af þessum orðum augljóst að hann lítur á efnið konur sem eitthvað afbrigðilegt og án almennrar skírskotunar. Til sláandi samanburðar er hliðstæð málnotkun í niðurstöðuorðunum um Thor Vil- hjálmsson, þar sem sagt er að hann sé „a lyrical writer, dealing with the predicament of „modern man“ in no particular locality“. Thor „fjallar um“, Svava „sérhæfir sig“. Hann tekur fyrir stöðu nútímamannsins, og verður orðið „man“ hér tæpast skilið öðruvísi en í merkingunni maður yfirleitt án kyngreiningar. Hún tekur fyrir stöðu nútímakonunnar, sem litið er á sem sértækt fyrirbrigði og eitthvað allt annað en „modern man“. Karlrithöfundarnir fjalla um algild efni, svo sem tilvist mannsins og leit einstaklingsins að sjálfum sér, en engar sambærilegar umsagnir má finna um kvenrithöfundana. Verk Guðbergs t.a.m. „explore the various manifesta- tions of the „anti-life“, the wretched and pitiful existence we accept“, og 70
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.