Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 97

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 97
Astrádur Eysteinsson: „ . . . þetta er skáldsaga“ Þankar um nýjustu bók Jakobínu Sigurðardóttur. With women one always ends in a bog of reality, alias words. From time to time one even asks oneself if they have not invented literature just to get their own back . . . John Fowles: Mantissa. „Sumt sagði hún ekki, sumt sagði ég ekki, það var bara þarna.“ (16) Þessi orð segja býsna margt um síðustu skáldsögu Jakobínu Sigurðardóttur, / sama klefa. Annars vegar gefa þau til kynna hið einfalda yfirbragð sögunnar; þetta er „bara“ lítil frásögn (100 bls.) af stuttum fundi tveggja kvenna: „Við urðum samskipa suður, lentum saman í klefa á öðru plássi, það var allt og sumt.“ (11) Hins vegar benda þau til þess að bókin ætli að koma einhverju til skila sem aldrei er sagt heldur „var bara þarna“ og sögukona finnur sig lítt færa um að útskýra. Lesandi verður sjálfur að finna sér leið að þessu þögula söguefni. Og þannig er þetta í raun ein flóknasta, en jafnframt ein athyglisverðasta skáldsaga sem út hefur komið á Islandi undanfarin ár. Alveg einstök bók. Nýsprottin saga. Ljóst er að engin saga er ein og stök í bókmenntum nokkurrar þjóðar. Sérhvert skáldverk sprettur úr þeirri bókmenntahefð sem fyrir er; sum verk virðast falla átakalaust í sinn fyrirfram gefna stað, en önnur vilja marka sér nýjar slóðir, aðlaga hefðina breyttum tímum og ýta þá á viðtakanda að rýma nú til fyrir ferskum hugmyndum um skáldskap og veruleika. I nýjustu bók Jakobínu glyttir vissulega í mörg hefðbundin viðfangsefni íslensks skáldskapar. Hver kannast ekki við sögur um ást í meinum, eða frásagnir af djúpri móðurást? Eða sögur um harðneskjulíf á afskekktum sveitabæ. Eða þá bara ævisögur (eru þær skáldskapur?). Eða sögur um sérstæða persónu sem höfundur eða sögumaður mætti á lífsins leið og finnur sig knúinn til að segja frá; bregður upp heiðskírri mynd af 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.