Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 102
Tímarit Mdls og menningar vita það?“ (99) Lesandi glímir við þessa spurningu jafnframt því sem hann mótar afstöðu sína til Salóme og lífs hennar, en þar er einmitt stærsti túlkunarvandi verksins fólginn. Hvaða dóm leggjum við á Salóme? Svar viðþ>vílíkri spurningu verður mun vandasamara en í fyrri verkum Jakobínu. I þeim hefur staða söguhöfundar gagnvart persónum oft verið einkar augljós — án þess að hægt sé að segja að það hafi komið niður á verkunum. Jakobína hefur fyllilega getað valdið þeirri ströngu siðferðis- og réttlætiskennd sem einkennt hefur sögur hennar og sést einna best í Snörunni, þar sem hreinlega er berstrípuð vitund sóparans, eða réttara sagt vitundarleysi hans. Ekkert þessu líkt gerist í I sama klefa og þeir lesendur sem hafa fundið sig hugmyndafræðilega nákomna Jakobínu í einarðri afstöðu hennar gegn hersetu, erlendum ívilnunum, fjárbraski og vitundarfátækt í stéttar- og þjóðmálum, gegn hlutgervingu kapítalism- ans og lífslygi ýmiskonar, þurfa hér að koma til móts við höfund á annan hátt en fyrr. Ekkert hefði verið einfaldara fyrir höfund en að bregða upp ljósari mynd af Salóme sem bóndakonu er gaf fjölskyldunni og heimilinu allt sitt, og syngja þann lofsöng hinni dæmigerðu alþýðukonu með heilsteyptan persónuleika, sem sinnir sínu lífsverki af trúnaði og alúð. Þessi mynd er að vísu til staðar í bókinni, en margt skyggir á hana. Minnt skal á að myndin af Sölu er sett í mikla fjarlægð frá lesanda, og á milli þeirra stendur sögukona sem tekur neikvæða afstöðu til bóndakon- unnar. Ekki nóg með að henni finnist Sala „leiðinleg" og að hún finni í fyrstu ekkert sem þær eiga sameiginlegt (16) heldur er Sala pólitískt ómeðvituð kona (20) og hugsar ekki um heimsmálin (79). En fyrst og fremst eru þær þó á öndverðum meiði um hlutverk konunnar. Salóme skoðar hjónabandið sem óhjákvæmilegan hlut sem allir ganga í gegnum og athugasemdir hennar í þá veru mynda fasta hrynjandi í bókinni: „Svo fer þetta oftast eins og hjá mér“ (19), „Það fór bara svona eins og gengur" (24), „Svo fór þetta bara svona-“ (32), „Þetta á fyrir okkur að liggja — flestum." (91—92) Er á líður samtal þeirra langar sögukonu mest til að „lesa smá-hugvekju yfir hausamótunum á þessari hjónabandsáráttu konu með sauðarsvip, konu sem virtist hafa verið múlbundin í minnst sextán ár.“ (40) Sögukonu þykir Salóme tala „eins og hjónabandið væri klefi, sem maður þyrfti að deila með hvaða farþega öðrum sem tilviljunin ræki þangað inn . . . “(13), en þannig öðlast klefinn þriðju tilvísun sína. Segja má að fjórða tilvísunin felist í tengslum 92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.