Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 113
Örn Ólafsson: Bókmenntaviðhorf sósíalista Fyrir nokkru birtist hér í TMM óvenjuskýr boðskapur um hvernig bók- menntir eigi að vera. Það er grein Dagnýjar Kristjánsdóttur og Þorvalds Kristinssonar: „Þetta er ekki list“ (TMM 1981, 3. h., skst. DÞ hér á eftir). Þessi boðskapur er útbreiddur meðal sósíalista og víðar. Raunar sýnist mér hann byggjast á íhaldsviðhorfi, þótt í rauðu gervi sé. Og kjarni hans er: „Bókin er semsagt aftur orðin baráttutæki — og þá skyldi maður ætla að sósíalistar gleddust og héldu veislu — en sú er nú aldeilis ekki raunin." (bls. 321) Af hverju áttu sósíalistar að gleðjast? DÞ: „Fátt þurfum við meira þessa stundina en nokkra leiðsögn um þann sundraða veruleika sem heldur okkur föngnum. Og slíka leiðsögn má m.a. sækja í bókmenntir, hvort sem borg- araleg bókmenntastofnun kallar þær list eða ekki.“ (bls. 324) Við fyrstu sýn virðist þetta kannski mjög róttæk stefna. En svo fer hún að minna óþægilega mikið á boðskap skáta, KFUM-manna og viðlíka afla um hollar bókmenntir. Það er nefnilega sígilt viðhorf menningarsnauðra smá- borgara að bókmenntir hafi fyrst og fremst gildi sem tæki — eigi raunar engan rétt á sér nema þær séu sannar og siðbætandi. Mig minnir að Halldór Laxness reki þetta viðhorf til samfélaga þar sem fólk átti yfirleitt aðeins eina bók — Heilaga ritningu — gleypti hana í heilu lagi og trúði öllu (sbr. orðtakið: „það stendur einsog stafur á bók“). Nú setja ýmsir sósíalíska fræðslu og hvatningu í stað þrælasiðferðis KFUM og skáta. En viðhorfið til bókmennta er óbreytt: þær eiga að móta lesendur einsog kökudeig væru. Annarsvegar er alráður höfundur, hinsvegar óvirkir viðtakendur. Hvað er íhaldsviðhorf ef ekki þetta? Enda hafði t.d. Karl Marx algerlega andstæð viðhorf: „Rithöfundur lítur enganveginn á verk sín sem Ueki. Þau eru markmib í sjálfum sér, þau eru svo fjarri því að vera honum eða öðrum tæki, að hann fórnar tilveru sinni fyrir tilveru þeirra, þurfi þess með.“ 11 Það er því hreint ekki „sígild krafa sósíalista að bókmenntirnar leggi baráttunni lið“, einsog DÞ halda fram (bls. 322). Annað mál er að stalínistar hentu þennan þjónustuboðskap á lofti einsog annan smáborgaraskap, enda er æðsta hugsjón þeirra að ráðskast með fólk. Það er líka auðþekkt ættarmótið á þessu viðhorfi — að hlutirnir hafi bara gildi í þeim mæli sem þeir eru hagnýtir, og að allt eigi að þjóna einum tilgangi. Birtist ekki þar í formi hugsjónar grundvallarlögmál auðvaldsþjóðfélagsins; að allt skuli sveigt undir einn tilgang — eftirsókn hámarksgróða? Vissulega búa sósíalistar í þessu þjóðfélagi og þurfa að taka mið af því í byltingarbaráttu sinni. En 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.