Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 114
Tímant Mdls og menningar
stefna þeirra er umfram allt að virða fjölbreytnina, séreðli hvers og eins,
frelsisþrá — ekki síður í listsköpun en í t.d. „eldhúsi og svefnherbergi.“
DÞ gera fyrirvara umað nauðsynlegt sé að þekkja margvíslegar bók-
menntir sem „heimild um veruleika okkar og hugsunarhátt" og lesa af
skilningi (nánar um það síðar). En af fyrrgreindu viðhorfi þeirra leiðir samt
að „við metum þau skrif umfram önnur sem sýna tengsl mannsins við það
samfélag sem hann lifir í, samband einstaklings og fjölda, samband einkalífs
og opinbers lífs. Þau skrif sem leita lausna á vanda söguhetja sinna í ljósi
félagslegs veruleika þeirra í stað þess að lofa leiðir einstaklingslausnanna eru
skrif að okkar skapi.“ (bls. 324)
Lítum nú nánar á þær mismunandi leiðir sem sósíalistar hafa farið tilað
„bókmenntirnar leggi baráttunni lið“. Að sjálfsögðu förum við þá oft
útfyrir grein DÞ.
Uppbyggilegar bókmenntir
Stundum hefur skáldum verið boðað að sýna lesendum dásemdir sósíal-
ískrar framtíðar. En frumkvöðlar marxismans vildu aðeins ræða um grund-
vallaratriði hennar í greinum sínum. Því þarsem hugmyndir manna mótuð-
ust af félagslegum veruleika þeirra, gætu þeir sem búa við auðvaldskerfi ekki
gert sér glöggar hugmyndir um lífið í sósíalisma framtíðarinnar. Þær
hugmyndir hlytu að verða afstraktar og æði litaðar af auðvaldsveruleik-
anum. Hvernig ættu þá skáldin að bregða upp lifandi myndum af veruleika
framtíðarinnar? Fari þau að sýna fyrirmyndarfólk, frjókorn sósíalískrar
framtíðar í samtíma okkar, er hætt við að það fólk verði heldur loftkennt.
Ennfremur gæfi það alranga mynd af samtíma okkar, alltof jákvreda, að
reyna að telja fólki trú um að slíkt geti þrifist í henni.
Þetta hafa nú flestir séð, og viljað halda sig við samtímann. Þá er að tala
máli hinna undirokuðu, og jafnvel að vekja þá til baráttu.
Eitt er að vilja örva undirokaða hópa til listsköpunar — eða einfaldlega
tilað lýsa stöðu sinni — láta rödd þeirra heyrast, stuðla að aukinni sjálfsvit-
und þeirra. Það hljóta allir sósíalistar að vilja. En oft er annað uppi, einsog
sást á umræðunum um kvennamenningu í Þjóðviljanum í fyrrasumar, t.d.
Þar hét það kvennamenning að annast börn, ræktun, matseld, fatagerð og
önnur hefðbundin kvennastörf, en ekki t.d. stjórnsýsla, veiðar eða stjórn-
mál. Það er „karlaheimur". Þetta er að afneita þeirri augljósu staðreynd, að í
þessu sambandi er það sögttlega ákvarðað þjóðfélagshlutverk að vera kona.
Talsmenn þessa viðhorfs ganga gegn því grundvallarsjónarmiði sósíalista, að
hver einstaklingur er fyrst og fremst möguleikar, hann á að fá sem mest
frelsi. Það sem einkennir undirokaðan hóp er þröngvað uppá hann af
ríkjandi kerfi, og það er því sótsvart íhald að vegsama þá eiginleika —
umfram aðra möguleika.
104