Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 130
Tímarit Máls og menningar
eirð í sér til að setja saman slíka
doðranta, hvort sem þeir hétu nú
Dostoévskí, Hamsun, Halldór Laxness
eða eitthvað annað. A hinn bóginn
höfðaði mjög ti! hans hið knappa form,
það nýjasta í ljóðagerð, knappast af öllu
formi í ritlist að símskeytum ógleymd-
um. Mér fannst stundum eins og honum
þætti ljóðagerð vera rétt að byrja í
heimsbókmenntunum, ljóðið nýupp-
götvað í mannheimi; persónugervingur
þessa fyrirbæris fannst honum vera
Steinn Steinarr, bæði sem maður og
skáld; sá var m.a.s. þeimmun knappari
að ytri fyrirferð sem hann átti til furðu-
lega breidd ið innra. I sem skemmstu
máli: Sá Hannes sem flestir kunningjar
og skáldbræður höfðu haft þónokkra
trú á sem efnilegum lýriskum prósaista,
þróaðist fyrr en varði í ljóðskáld harla
gott, og hefur ekki snert á sagnagerð
síðan, nema með einni undantekningu,
skáldsögunni Strandinu. Skýring þessa
kann að vera sú, að sjálft handverk
skáldsöguritunar, langvarandi yfirlega,
hafi ekki hentað honum, heldur vaxið
honum í augum; ljóðagerð útheimtir að
öllum jafni annarskonar vinnubrögð.
Æskilegt hefði verið að Hannes hefði
gert einhverja grein fyrir þessu í endur-
minningum sínum, og ætla má að hann
hafi hugsað sér að gera það í fram-
haldsbindi. Nú mun víst útséð um, að
hann semji þá ritsmíð í bráð, ef dæma
má eftir bréfi frá honum í vor er leið.
Það tel ég illa farið og vona að hann
endurskoði þá afstöðu sína sem fyrst.
Þrátt fyrir þá vöntun sem manni
finnst vera í Flökkulífi á fyllri vitneskju
um þroskasögu höfundarins, er hún á
margan hátt ágæt heimild svo langt sem
hún nær. Og hún er furðulega beiskju-
laus, þegar haft er í huga að þau ár sem
greint er frá voru manninum og skáldinu
mjög mótstæð á ýmsan hátt og viður-
kenning lá síður en svo á lausu, hvorki
frá utanaðkomandi aðilum né innan
vinahópsins, nema með gagnrýnum
fyrirvara. Hann gerir lítið sem ekkert að
því að ásaka aðra um það sem miður fór.
Sjálfsgagnrýni er líklega það sem alla
stund hefur orðið Hannesi Sigfússyni
drýgsta vegarnestið, þótt hún væri að
því komin að brjóta hann fullkomlega
niður á stundum. Svo er líka sagt, að
tíminn græði öll sár. Má vera. Og
kannski getur gleymska þrátt fyrir allt —
einmitt svikula minnið — reynzt dásam-
legur hæfileiki.
Eg nefndi hér áður áhrifamikla lýs-
ingu Hannesar á síðustu árum og dögum
föður hans. En víðar finnst mér hann
lýsa vissum einstaklingum frábærlega
vel, stundum með örfáum orðum; Jóni
úr Vör, Kristjáni Davíðssyni t.d. Og ég
get ekki stillt mig um að nefna frásögn
hans af fyrstu kynnum þeirra Krist-
manns Guðmundssonar (bis. 210—213).
Um þá mannlýsingu tel ég mig dómbær-
an, og mér þykir hún ganga snilld næst;
þar er engu ofaukið, heldur mjög frómt
frá sagt, og hafa ekki aðrir gert betur;
má það vera dæmi um það hvers Hannes
er megnugur á þessu sviði, aðeins ef
hann leggur sig fram af samvizkusemi.
Þessi samantekt er nú orðin býsna
löng. Maður má gæta sín að fjalla um
endurminningar samtímamanns — að
maður fari ekki að skrifa sjálfsævisögu í
staðinn fyrir ritdóm. Nú er mál að linni.
Hvað sem segja má um ágalla á þessu riti
Hannesar, langar mig í lokin til að af-
greiða það með einu orði á norsku:
sjarmerende (Því miður er ég samt það
illa að mér, að ég veit ekki hvortheldur
þetta er riksmal eða landsmál; líklegast
það sé eitthvert af hinum málunum.).
Elías Mar
120