Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 130
Tímarit Máls og menningar eirð í sér til að setja saman slíka doðranta, hvort sem þeir hétu nú Dostoévskí, Hamsun, Halldór Laxness eða eitthvað annað. A hinn bóginn höfðaði mjög ti! hans hið knappa form, það nýjasta í ljóðagerð, knappast af öllu formi í ritlist að símskeytum ógleymd- um. Mér fannst stundum eins og honum þætti ljóðagerð vera rétt að byrja í heimsbókmenntunum, ljóðið nýupp- götvað í mannheimi; persónugervingur þessa fyrirbæris fannst honum vera Steinn Steinarr, bæði sem maður og skáld; sá var m.a.s. þeimmun knappari að ytri fyrirferð sem hann átti til furðu- lega breidd ið innra. I sem skemmstu máli: Sá Hannes sem flestir kunningjar og skáldbræður höfðu haft þónokkra trú á sem efnilegum lýriskum prósaista, þróaðist fyrr en varði í ljóðskáld harla gott, og hefur ekki snert á sagnagerð síðan, nema með einni undantekningu, skáldsögunni Strandinu. Skýring þessa kann að vera sú, að sjálft handverk skáldsöguritunar, langvarandi yfirlega, hafi ekki hentað honum, heldur vaxið honum í augum; ljóðagerð útheimtir að öllum jafni annarskonar vinnubrögð. Æskilegt hefði verið að Hannes hefði gert einhverja grein fyrir þessu í endur- minningum sínum, og ætla má að hann hafi hugsað sér að gera það í fram- haldsbindi. Nú mun víst útséð um, að hann semji þá ritsmíð í bráð, ef dæma má eftir bréfi frá honum í vor er leið. Það tel ég illa farið og vona að hann endurskoði þá afstöðu sína sem fyrst. Þrátt fyrir þá vöntun sem manni finnst vera í Flökkulífi á fyllri vitneskju um þroskasögu höfundarins, er hún á margan hátt ágæt heimild svo langt sem hún nær. Og hún er furðulega beiskju- laus, þegar haft er í huga að þau ár sem greint er frá voru manninum og skáldinu mjög mótstæð á ýmsan hátt og viður- kenning lá síður en svo á lausu, hvorki frá utanaðkomandi aðilum né innan vinahópsins, nema með gagnrýnum fyrirvara. Hann gerir lítið sem ekkert að því að ásaka aðra um það sem miður fór. Sjálfsgagnrýni er líklega það sem alla stund hefur orðið Hannesi Sigfússyni drýgsta vegarnestið, þótt hún væri að því komin að brjóta hann fullkomlega niður á stundum. Svo er líka sagt, að tíminn græði öll sár. Má vera. Og kannski getur gleymska þrátt fyrir allt — einmitt svikula minnið — reynzt dásam- legur hæfileiki. Eg nefndi hér áður áhrifamikla lýs- ingu Hannesar á síðustu árum og dögum föður hans. En víðar finnst mér hann lýsa vissum einstaklingum frábærlega vel, stundum með örfáum orðum; Jóni úr Vör, Kristjáni Davíðssyni t.d. Og ég get ekki stillt mig um að nefna frásögn hans af fyrstu kynnum þeirra Krist- manns Guðmundssonar (bis. 210—213). Um þá mannlýsingu tel ég mig dómbær- an, og mér þykir hún ganga snilld næst; þar er engu ofaukið, heldur mjög frómt frá sagt, og hafa ekki aðrir gert betur; má það vera dæmi um það hvers Hannes er megnugur á þessu sviði, aðeins ef hann leggur sig fram af samvizkusemi. Þessi samantekt er nú orðin býsna löng. Maður má gæta sín að fjalla um endurminningar samtímamanns — að maður fari ekki að skrifa sjálfsævisögu í staðinn fyrir ritdóm. Nú er mál að linni. Hvað sem segja má um ágalla á þessu riti Hannesar, langar mig í lokin til að af- greiða það með einu orði á norsku: sjarmerende (Því miður er ég samt það illa að mér, að ég veit ekki hvortheldur þetta er riksmal eða landsmál; líklegast það sé eitthvert af hinum málunum.). Elías Mar 120
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.