Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 10
Timarit Máls og menningar Sæmd þess er að semja heldur ómennsk verk og fylgja aldrei öðrum og búa við áþekkt viljaleysi og þegar það fæddist. Þannig eru viðbrögð stjórnleysingja tímans. Dæmi um hið gagnstæða, þjóðernisanda fasisma er í sögunni eftir Malheiro Dias. Ljóð Pessoa og Sá-Carneiro fá ekki mikinn hljómgrunn hjá almenningi. Hann er reyndar ólæs. En þar sem hann er alveg ólæs hafa merkustu bókmenntaverk sprottið, svo sem í Rússlandi, Frakklandi, en hálflæsið hefur eytt æðri bókmenntum og listum, líkt og samtími okkar sannar. Listamenn tóku ljóðunum samt vel en einkum málararnir, og þá helst Almada Negreiro. An samfylgdar frá myndlist flýgur ljóðlistin aðeins á einum væng. Með Negreiro streyma áhrif frá hinum franskættaða kúbisma og ljóðum Apollinaire, straumarnir bera alþjóðahyggju og hugsun um að maður sjálfur sé forsenda og undirstaða verkanna þó þau kunni að vera alþjóðleg í hugsun: maðurinn er frjálsari og stærri eftir því hvað hann tilheyrir fáum, líkt og þorpsáin í samanburði við stórfljótið. Við alþjóða- hyggjuna sem reis á því að heima er hugurinn bestur en þarf samt að fljúga burt aukast tengslin milli hinna ýmsu þjóða sem tala portúgölsku, einkum við Brasilíu. Ljóðskáldið Luis de Montalvor, sem hafði búið í Río, lagði til við skáldbræður sína í báðum löndum að stofnað yrði nýtt tímarit í Portúgal. Það er þá sem Orpheu kemur út og flýgur frá Erninum og angurværðarstefnu Pascoais. Andlit Evrópu tuttugustu aldarinnar var í mótun. Hin forna hernaðarlist hrundi í Heimsstyrjöldinni fyrri og í hennar stað spratt tæknin við að myrða fólk með skjótum hætti án þess að hermaðurinn kæmi nærri verkn- aðnum: samvisku manna og því að sjá afleiðingu einstakra verka var borgið. Þó var það ekki aðeins á sviði hernaðar sem heimurinn breyttist, atómrann- sóknum fleygði fram með Franck og Hertz, Einstein kom með kenningu sína um afstæðið, kúbisminn gerbreytti viðhorfinu til málaralistarinnar og jafnvel bókstöfum var gefið fullt frelsi á sviði ljóðlistar. Ljóðlínan og rímið urðu að lúta í lægra haldi fyrir aðferðinni við að flétta ljóðið í hugsun og form. Að þessu loknu var hið raunverulega orðið afar varasamt, það voru breytingarnar sem skiptu máli og hið margþætta leysti hið eina sanna af hólmi. Samskipti manna þekktu engin landamæri, kunnugt var að í öllu sem maðurinn aðhefst eru tvær eða fleiri andstæður, hið hlutbundna og óhlut- bundna ríkja í sama eðlinu og reyndar hvarvetna. Heimspekingurinn Huss- erl og sálfræðingurinn Freud mótuðu hugarfar tímans, með aðstoð stjórnleysingjastefnunnar og sósíalismans í samfloti eða háarifrildi, en það hindraði að stefna stjórnleysingja, meðal annars gegn ríki og skattheimtu, afbakaðist í nýfrjálshyggju eins og núna: takmark beggja stefnanna var að afnema skatta og minnka afskipti ríkisins. 480
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.