Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 10
Timarit Máls og menningar
Sæmd þess er að semja heldur ómennsk verk og fylgja aldrei öðrum og búa
við áþekkt viljaleysi og þegar það fæddist. Þannig eru viðbrögð
stjórnleysingja tímans. Dæmi um hið gagnstæða, þjóðernisanda fasisma er í
sögunni eftir Malheiro Dias.
Ljóð Pessoa og Sá-Carneiro fá ekki mikinn hljómgrunn hjá almenningi.
Hann er reyndar ólæs. En þar sem hann er alveg ólæs hafa merkustu
bókmenntaverk sprottið, svo sem í Rússlandi, Frakklandi, en hálflæsið
hefur eytt æðri bókmenntum og listum, líkt og samtími okkar sannar.
Listamenn tóku ljóðunum samt vel en einkum málararnir, og þá helst
Almada Negreiro. An samfylgdar frá myndlist flýgur ljóðlistin aðeins á
einum væng. Með Negreiro streyma áhrif frá hinum franskættaða kúbisma
og ljóðum Apollinaire, straumarnir bera alþjóðahyggju og hugsun um að
maður sjálfur sé forsenda og undirstaða verkanna þó þau kunni að vera
alþjóðleg í hugsun: maðurinn er frjálsari og stærri eftir því hvað hann
tilheyrir fáum, líkt og þorpsáin í samanburði við stórfljótið. Við alþjóða-
hyggjuna sem reis á því að heima er hugurinn bestur en þarf samt að fljúga
burt aukast tengslin milli hinna ýmsu þjóða sem tala portúgölsku, einkum
við Brasilíu. Ljóðskáldið Luis de Montalvor, sem hafði búið í Río, lagði til
við skáldbræður sína í báðum löndum að stofnað yrði nýtt tímarit í
Portúgal. Það er þá sem Orpheu kemur út og flýgur frá Erninum og
angurværðarstefnu Pascoais.
Andlit Evrópu tuttugustu aldarinnar var í mótun. Hin forna hernaðarlist
hrundi í Heimsstyrjöldinni fyrri og í hennar stað spratt tæknin við að
myrða fólk með skjótum hætti án þess að hermaðurinn kæmi nærri verkn-
aðnum: samvisku manna og því að sjá afleiðingu einstakra verka var borgið.
Þó var það ekki aðeins á sviði hernaðar sem heimurinn breyttist, atómrann-
sóknum fleygði fram með Franck og Hertz, Einstein kom með kenningu
sína um afstæðið, kúbisminn gerbreytti viðhorfinu til málaralistarinnar og
jafnvel bókstöfum var gefið fullt frelsi á sviði ljóðlistar. Ljóðlínan og rímið
urðu að lúta í lægra haldi fyrir aðferðinni við að flétta ljóðið í hugsun og
form. Að þessu loknu var hið raunverulega orðið afar varasamt, það voru
breytingarnar sem skiptu máli og hið margþætta leysti hið eina sanna af
hólmi. Samskipti manna þekktu engin landamæri, kunnugt var að í öllu sem
maðurinn aðhefst eru tvær eða fleiri andstæður, hið hlutbundna og óhlut-
bundna ríkja í sama eðlinu og reyndar hvarvetna. Heimspekingurinn Huss-
erl og sálfræðingurinn Freud mótuðu hugarfar tímans, með aðstoð
stjórnleysingjastefnunnar og sósíalismans í samfloti eða háarifrildi, en það
hindraði að stefna stjórnleysingja, meðal annars gegn ríki og skattheimtu,
afbakaðist í nýfrjálshyggju eins og núna: takmark beggja stefnanna var að
afnema skatta og minnka afskipti ríkisins.
480