Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 11
Portúgölsk nútímaljóðagerð Viðtakendur alls þessa voru ljóðskáldin Pessoa og Sá-Carneiro, þeir sögðu skilið við angurværð og symbolisma sem barst með ljóðum Mallarmé og hentu sér út í rannsóknareðli efans. Þegar annað heftið af Orpheu kom út höfðu þeir tekið við ritstjórninni og beindu ritinu á braut framúrstefnu þeirrar sem list Evrópu er á enn, þótt kviðlúin sé orðin og skríði. Ritstjórarnir opnuðu allar gáttir blaðsins, sannfærðir um að syndaflóð í tímaritum hefði góð áhrif þegar vatnið sjatnar og hinn gróðurríki leir sest á jörðina. Þarna vöfluðust ávörp Marinettis, listaverk og ljóð voru birt og bókmenntir eftir geðsjúka, hið sundurtætta „rugl“? sem getur verið einkar listrænt. Listirnar teygja þangað að minnsta kosti eina rót, enda er innsti kjarni hugsunarinnar og sérhvers þess sem maðurinn tekur sér fyrir hendur formlaust rugl og fálm. Síðan reisir hugurinn úr þessu háborg sína sem hrynur stöðugt. Oþarft er að geta þess að Orpheu vakti stórhneyksli í Lissabon, fólk kaus fremur andlega kyrrð yfir kökum og tei en uppþot andans. Listamenn urðu að sjálfsögðu himinlifandi yfir hneykslinu, en eins og oft vill verða vakti gleðin og bjartsýnin þá ekki til dáða þegar lengra lét heldur deyfði. Þriðja heftið af Orpheu kom því aldrei út, skáldin og listamennirnir lognuðust út af í ánægjunni yfir að hafa valdið hneyksli bókmenntasinnaðra frúa. Að lokum varð Sá-Carneiro áfenginu og persónulegum mótsögnum að bráð í París, en Pessoa dó í Lissabon, áfengissjúkur og geðveikur árið 1935. Samt hafði hann tosað portúgalskri ljóðagerð yfir í nútímann, nært hana á leyndarmáli, íhugun og sundrandi og samþættandi öflum, uns hann breyttist í lokin sjálfur í nokkur ljóðskáld og orti með klofnum huga ljóð í anda hinna andstæðu persónuleika sem bjuggu innra með honum. I Pessoa eignaðist Evrópa eitthvert sitt frábærasta ljóðskáld, og Portúgal sitt lang- mesta eftir daga Camoes. Fátt birtist eftir hann meðan hann lifði, en þetta undarlega skáld er samt enn að gefa út bækur úr blaðahaugnum sem hann skildi eftir í ferðatöskum. Vonir byltingarinnar 1910 höfðu brátt hjaðnað og breyst í kaldhæðna vantrú eða fyrirlitningu á þjóðfélagsmálum. Tímaritið Orpheu flutti engar skoðanir í stjórnmálum, andstætt ungmennafélagsanda Arnarins. Undir niðri voru á stefnuskrá Orpheu þjáningarkennd vonbrigði sem eru ríkur þáttur í ljóðum sem Pessoa orti í nafni hins ímyndaða skálds, Alvaro de Campo. Þau fela félagslegan sársauka og harm yfir að sakleysið hefur glatað frumhvötum sínum, tengslum við jörð og náttúru. Campo finnur allt með öllum hætti, dálítið í anda Whitmans; og svo merkir nafn hans, Campo, sveit. En eflaust er sársaukinn mestur yfir að borgarastéttin hefur sungið sitt 481
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.