Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 42
Tímarit Máls og menningar og nýraunsæisins, var vísindamaðurinn Abel Salazar (1889—1946), út- breiðslumaður nýjákvæðustefnunnar, skapgerðarfræðinnar og óvissutrúar- innar. Meðan heimurinn tvístígur andlega séð á „ruglingslegum tímum“ skjóta kátlegir trúðar upp kollinum í bókmenntum og stjórnmálum, miklir alvörumenn sem hæðast ómeðvitað að fortíð, samtíð og hinni hikandi framtíð. „Dellutímar" eru á ýmsan hátt frjóir tímar og víti að vara sig á, einkum fyrir einstefnuna á andlegum sviðum og stjórnmála sem tekur við af „upplausninni“, þegar almenningur hefur tekið sönsum og fer aftur að sýna húsbændunum hlýðni með hollustu og sparnaði í þágu — allra mannlegra hluta en einkum ættlandsins. Einhver helsti fyrirrennari nýraunsæisins var Soeiro Pereira Gomes (1902—1949). Hann var rithöfundur sem samdi engar fræðikenningar um raunsæi. Hann stundaði það í starfi. Merkasta verk hans er skáldsagan Esteiros (Mynnin). Hún fjallar um vinnuþrælkun ungs fólks sem starfar að þakhellugerð í Ribatejo í Norður-Portúgal. Starfið fer fram við mynni fljótanna. Gomes var dæmigerður hugsjónamaður síns tíma, óþreytandi við að halda fyrirlestra fyrir verkafólk, stofnaði leshópa og bókasöfn, lét grafa fyrir sundlaugum og kenndi fólki að synda. Ekkert fræðilegt djúp var milli hugar og handa. Bækur hans eru þess vegna lausar við þá vinstrisinnuðu vellu sem rýrði gildi bóka hinna sem voru róttækir í orði. Verk Gomes eiga örlitla hliðstæðu í verkum Raul Brandao (1867—1930), svo sem skáldsaga hans Ospescadores (Sjómennirnir). Sökum tengsla Brand- aos við táknrænustefnuna gætir dulúðar í verki hans. Það er harmleikur með ljóðrænu yfirbragði. Brandao var haldinn sama ofsa í verkalýðsmálum sem einkenndi stjórnleysingja. Hann áleit að heimurinn væri óskapnaður þar sem aldrei verður komið á varanlegri reglu. Maðurinn er af þessum ástæðum í eilífri uppreisn. Andi hans er að mestu uppreisnarandi. Pereira Gomes er fjarri slíkum framsetningi í bókum sínum: allt bjargast einhvern veginn þrátt fyrir fátæktina, með samvinnu, með gagnkvæmri aðstoð. Margir rithöfundar sem fundu afl í nýraunsæinu fjölluðu um sveitalífið einvörðungu til að svipta það hinum ljúfsára blæ og litríkum lýsingum á títt nefndum frumstæðum hvötum í bókmenntum fyrirrennara sinna. Bændur „gæddir frumstæðum hvötum" og örlítið lúsugir gengu sem gómsæti ofan í menntaða lesendur, ef þeir voru matreiddir eftir kúnstarinnar reglum. í lúsablesunum var mikil andleg fró fyrir borgarbúa. Þeir sáu að þeir voru svo miklu fremri í öllu hreinlæti og hugsun. Að hverfa aftur til æskunnar var líka vinsælt. Barninu og heimi þess var lýst í búningi angurværs stíls, líklega í þeirri trú að lesendur vildu helst hafa angurværð hvílandi yfir æskuminningum og horfinni bernsku. Skáldin 512
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.