Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 43
Nútímaskáldskapur í lausu máli gleymdu heldur ekki hinum gífurlega skorti á tækifærum sem maðurinn verður að búa við í lífinu, einkum er sár skortur á menntun, leikföngum og kvenfólki. Þetta fer dálítið eftir á hvaða aldursskeiði persónan er. I undir- búningi eða í loftinu lágu hinar endalausu þarfir fyrir velmegun. Kannski var það líka að skáldin voru farin að lýsa manninum eins og hann er: í sinni eigin skrípamynd en ekki skapaður af guði. Bæði kirkjunnar menn og róttækir vinstrimenn fóru um leið að flokka skáldskapinn eftir bölsýni og bjartsýni. Hvorir tveggja vildu að maðurinn væri réttsýnn, duglegur til vinnu og í svolitlum engladúr. Sá vandi að vera karlmaður var mikið uppi á teningnum, eins og við sjáum í sögu Namora. Þó var vandi kvenna enn vinsælla efni. Konan þverfótaði ekki í hugarheimi sínum eða heiminum fyrir vandamálum og hætti því að hugsa en lifði í listrænu vændi, bæði í eldhúsum og hvar sem hún steig fæti. Bestu og áræðnustu rithöfundarnir risu þó upp fyrir „kröfu dagsins". Þeir beittu tækni á sviði lista sem enginn veit með vissu í hverju er fólgin. Meðal þeirra var Alves Redol (1911 — 1969). Líf fólks og lífsbarátta sagnapersóna hans er sett á svið í héraðinu Ribatejo. Vinsælasta verk hans er Constantino guardador de vacas e de sonhos (Konstantín, kúahirðir og drauma). Onnur afar vinsæl verk hans eru A barca dos sete lemes (Skip með stýrin sjö) og Barranco dos cegos (Blindragil). Yfir verkum skáldsins bylgjast hlýr andi og hæfileikarnir skína í gegn oft áþekkir háðsku brosi. Jose Gomes Ferreira, fæddur 1900, er eitt höfuðskáld nýraunsæisins í ljóðum, skáldsagna og smásagnagerð. Hann er einslags samviska þjóðarinn- ar, en laus við tilsagnarhneigð í verkum sínum og hina ábúðarmiklu framkomu sem rithöfundar í þannig hlutverki temja sér. Trúlega hefur nærvera stjórnar Salazars svipt skáldið frelsi til að glata því sjálft. Listamenn- irnir urðu að leika í sínum hópi hlutverk andlegra leiðtoga án þess að komast í raun á sviðið þar sem keppt er um hlutverk þjóðskáldanna og þjónkun við þjóðarandann. I lausu máli eru þekktustu verk Ferreira Aven- turas de Joao sem medo (Ævintýri hins óttalausa Jóns) og sögurnar Os segredos do Lisboa (Leyndardómar Lissabonborgar). Carlos de Oliveira, fæddur 1921, varð afar þekktur eftir útkomu skáld- sögu sinnar Uma abelha na chuva (Býfluga í regni). Verkið hefur verið kvikmyndað með allgóðum árangri. Það er skrifað í nýraunsæisstíl en með ljóðrænum næstum þunglyndislegum undirtón þrár og bölsýnis. Oliveira óx sem ljóðskáld úr hópi skálda Novo Cancioneiro, hins nýja söngvasafns eða söngvara. Ur sama hópi kom Manuel da Fonseca, fæddur 1911, sem er hvort tveggja ljóðskáld og smásagnahöfundur en hefur ekki skrifað skáldsögur. Viðhorf Manuel eru augljósust í smásagnasafninu O fogo e as cinzas (Eldurinn og 513
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.