Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 47
Raul Brandao Leyndardómur trésins Limskorið var það og þurrt, og aldin þess annað hvort lík eða hrafnar. Enginn mundi hvort á því hafði vaxið lauf eða hvort það bar blóm, hið risavaxna tré sem öldum saman hafði verið notað fyrir gálga. Engan langaði að leggjast til hvíldar í skugga þess. Jafnvel sólin forðaðist að skína á hið geigvænlega, hnarreista tré sem öldum saman hafði verið notað fyrir gálga. Tréð reis framan við konungshöllina sem reist hafði verið úr dökkum steinblokkum, og aðeins konunginum sem í var nakin og harmsöguleg sál eins og í trénu, fór að þykja vænt um það, hið raunalega tré sem um aldir hafði verið gálgi. Hver var hinn hægi en þrautseigi sjúkdómur sem dró konunginn til dauða? Konungurinn unni aðeins sólarlaginu, þeirri stund þegar dags- ljósið slokknaði, og fortíðinni og hinum þögula fjölda sem flykktist til fundar við hann undir kvöld, þegar hann hallaði höfði að gluggarúðun- um og festi sjónir á grænu, slýjugu vatninu og hinu drungalega tré sem gnæfði framan við höllina. Allt sem er í ætt við líf hlaut að flýja svæðið fyrir framan tréð, vegna þess að konungurinn lét refsa bæði ungæðis- hætti og ást, og hinir ruddalegu stríðsmenn hans höfðu gereytt öllu í tíu mílna fjarlægð. Hann hafði fyrirskipað að öllu yrði eytt og brennt í ríki hans. Hvorki var eftir gras né fugl né annað lífsmark. Aðeins tréð stóð upprétt, teinrétt og uggvænlegt, hið fordæmda tré sem í ríki hans var notað í staðinn fyrir gálga. Fótatak konungsins bergmálaði í grafarþögn hallarinnar, þegar hann gekk eftir hinum auðu göngum, hægt eða hratt, eftir því hvaða þunga hugsun nagaði hann, og þannig slitnuðu hellurnar á hinu harða gólfi smám saman. Konungurinn var ófær um að elska. Munaðurinn, hug- sjónin, ástin og hið hvíta konuhold, allt var þetta honum meinað. Fótatak hins sjúka konungs heyrðist klukkustundum saman, alla nóttina var hann á rölti. . . 517
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.