Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 54
Tímarit Máls og menningar Enginn hershöfðingi í liði Georgs bretakonungs heftir för hers sem vill heyra leikið á kastaníur í Zamora. Ef kvenfólkið hér um slóðir væri frítt, en ekki portúgalskt, þá verðist ég einn í tíu ár, með þúsund gaskónum og þúsund norðmandíum. En kvenfólkið hérna er aðeins bretum sam- boðið! Samboðið hinum hraustustu hetjum! árétti Saint-Chamans. Einhverjum hetjum þá af sveitatagi! svaraði Brossard fyrirlitlega. Nei, þetta er Sabínuþjóð samboðin Forn-Rómverjum! Þær gera okk- ur landflótta og elta flóttann. Vígi kvenna stendur á bak við enska herinn og skæruliða bænda, flokka Silveira hershöfðingja. Vígi þá sem verður fellt! Nei, vígi sem stendur. Eg hef orðið að standa í fylkingarbrjósti gegn hinum óttalausu konum síðan við riðum ána Minho. I stríði sem þessu er þér bani búinn. . . á brjósti konu! skaut Choiseul- Beaufré rólega inn í samræðurnar. Þær skipulögðu varnir þorpanna! hélt Saint-Chamans áfram æstum rómi. Hermennirnir okkar urðu að gera megináhlaup á hvern kofa. Væri þar kona var mótspyrnu að mæta. Elstu kerlingarnar eggjuðu barnabörn sín gegn okkur. Ungmeyjar fylgdu unnustunum á vígvellina, í Chaves, í Braga og Lanhoso. Alls staðar, í öllum orrustum stóðu konurnar. Ó, gullið mitt! Þú ættir svei mér að rita endurminningar þínar! ráðlagði Choiseul- Beaufré drembilátur. Og láta La Harpe skrifa formálann! Saint-Chamans strauk kvenlegum höndum um ljóst hárið og teygði hálsinn fram úr háa kraganum á einkennisjakkanum, um leið og hann hallaðist fram á sverðið í hneigingu hins rómantíska sprjátrungs sem styðst við montprik og þylur ástarjátningu í eyra dansmeyjar í ítölskum söngleik, og hann svaraði glaðlega: Mætti ég segja hinum kaldhæðnu herramönnum sögukorn. . . Um kvenfólk? hrópaði Brossard. Vitaskuld! Eg reið ána Minho áður en meginherinn fór yfir, þann tíunda mars, að morgni sem hefði fremur verið samboðinn skógarför en skæruhernaði. Um tíuleytið hleyptum við um ilmandi reiðgötur vaxnar kjarr- og heiðagróðri. Sólin var farin að verma þegar við komumst á ruddan veg og sáum konu bíða okkar, líklega í hundrað skrefa fjarlægð. Ég stöðvaði hestinn og heilsaði að hermannasið og riddarasveitin nam staðar að baki mér. Konan var lágvaxin, dökkleit lík sígauna, skreytt 524
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.