Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 54
Tímarit Máls og menningar
Enginn hershöfðingi í liði Georgs bretakonungs heftir för hers sem vill
heyra leikið á kastaníur í Zamora. Ef kvenfólkið hér um slóðir væri frítt,
en ekki portúgalskt, þá verðist ég einn í tíu ár, með þúsund gaskónum og
þúsund norðmandíum. En kvenfólkið hérna er aðeins bretum sam-
boðið!
Samboðið hinum hraustustu hetjum! árétti Saint-Chamans.
Einhverjum hetjum þá af sveitatagi! svaraði Brossard fyrirlitlega.
Nei, þetta er Sabínuþjóð samboðin Forn-Rómverjum! Þær gera okk-
ur landflótta og elta flóttann. Vígi kvenna stendur á bak við enska herinn
og skæruliða bænda, flokka Silveira hershöfðingja.
Vígi þá sem verður fellt!
Nei, vígi sem stendur. Eg hef orðið að standa í fylkingarbrjósti gegn
hinum óttalausu konum síðan við riðum ána Minho.
I stríði sem þessu er þér bani búinn. . . á brjósti konu! skaut Choiseul-
Beaufré rólega inn í samræðurnar.
Þær skipulögðu varnir þorpanna! hélt Saint-Chamans áfram æstum
rómi. Hermennirnir okkar urðu að gera megináhlaup á hvern kofa. Væri
þar kona var mótspyrnu að mæta. Elstu kerlingarnar eggjuðu barnabörn
sín gegn okkur. Ungmeyjar fylgdu unnustunum á vígvellina, í Chaves, í
Braga og Lanhoso. Alls staðar, í öllum orrustum stóðu konurnar.
Ó, gullið mitt!
Þú ættir svei mér að rita endurminningar þínar! ráðlagði Choiseul-
Beaufré drembilátur.
Og láta La Harpe skrifa formálann!
Saint-Chamans strauk kvenlegum höndum um ljóst hárið og teygði
hálsinn fram úr háa kraganum á einkennisjakkanum, um leið og hann
hallaðist fram á sverðið í hneigingu hins rómantíska sprjátrungs sem
styðst við montprik og þylur ástarjátningu í eyra dansmeyjar í ítölskum
söngleik, og hann svaraði glaðlega:
Mætti ég segja hinum kaldhæðnu herramönnum sögukorn. . .
Um kvenfólk? hrópaði Brossard.
Vitaskuld! Eg reið ána Minho áður en meginherinn fór yfir, þann
tíunda mars, að morgni sem hefði fremur verið samboðinn skógarför en
skæruhernaði. Um tíuleytið hleyptum við um ilmandi reiðgötur vaxnar
kjarr- og heiðagróðri. Sólin var farin að verma þegar við komumst á
ruddan veg og sáum konu bíða okkar, líklega í hundrað skrefa fjarlægð.
Ég stöðvaði hestinn og heilsaði að hermannasið og riddarasveitin nam
staðar að baki mér. Konan var lágvaxin, dökkleit lík sígauna, skreytt
524