Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 56
Tímarit Máls og menningar Um hádegi unnum við sigurinn við Verim, eftir blóðugan bardaga með sverðum. Deild Foys hershöfðingja átti að nátta í borginni, svo ég skildi þar eftir hluta liðsins og hélt í kynnisför um nágrennið, í tíu manna hópi, og skyggndist eftir bærilegum næturstað. Eg hafði frétt að Verimhöllin væri skammt undan með salarkynnum og velbúnum her- bergjum og gæti herráðið haft þar aðsetur. Eftir þriggja stunda þvælings- reið, úrkula vonar um að finna bannsettan staðinn, sá ég gamalt, stórt og að því er virtist æruverðugt býli á hæð nokkurri. Steintröppur miklar lágu að setrinu innst á hallarhlaðinu. Tveir stórir varðhundar birtust og ég varð að skjóta þá svo við kæmumst leiðar okkar. Þarna streymdu tvær vatnsbunur í steinþró, kyrrlátar dúfur flögruðu um hallarþökin og engin mannsrödd heyrðist í kyrrðinni. Hlerar byrgðu glugga og bústaður varðstjórans virtist vera auður, en ég gaf mönnum skipun um að hringja dyrabjöllunni. Enginn kom út. Tveir hermenn gengu upp tröppurnar og knúðu dyra með byssuskeftinu. Ekkert svar. En þegar mennirnir ætluðu niður sungu tveir hvellir í skotrauf og búkarnir ultu dauðir niður þrepin. Ég átti átta menn eftir. Með hinni litlu liðssveit hóf ég áhlaup á felustað varðstjórans í Verim sem var ákveðinn að verjast til hinstu stundar. Eftir hálfrar stundar snerpubardaga tókst mér að brjóta kjallarahurðina og hafði misst fjóra menn í viðbót. A okkur dundi iðandi kúlnahríð. Glæringar elds og púðurs hrutu úr hverju opi. Ég stökk inn í kjallarann eftir að hafa sent hermann í bæinn með beiðni um tuttugu manna liðs- bót. Við hreiðruðum um okkur til að þjást í þrjár helvískar stundir, hríðskjálfandi eins og við værum í fremstu víglínu. Undir kvöldið barst okkur loks aðstoð. Hermaður fann á bak við tunnustafla dyraboru sem lá að hinum virðulega bústað, og þá leið þutum við um brattan stiga, tæmdum skammbyssurnar út í myrkrið og lýstu okkur púðurblossar. Þannig börðumst við í dimma völundarhúsinu fram á kvöld, brutum dyr, ruddum hindrunum burt, en ósýnilegur óvinur skaut á okkur berskjaldaða úr hverjum kima, uns við rákumst á gluggana og brutum þá upp. Eftir það gat ég safnað liðinu um mig í kvöldrökkrinu. Hin vægðarlausa orrusta hafði kostað sjö mannslíf. Einkennisbúningur minn hafði rifnað í hita bardagans, og öxlin ötuð blóði einhvers sem ég hafði eflaust drepið. Það var eins og sverðseggjarnar hefðu tekið tennur. Blóðugt gamalmenni lá í dauðateygjunum bak við hurð með tvö svöðu- sár á krúnunni. A móti mér kom andlitslaus hermaður. Risavaxinn sveitakarl staulaðist um ganginn með sverð út um brjóstið. Til allrar hamingju fannst fimmkveikja olíulampi sem hermaður tyllti á ljósi með 526
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.