Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 57
Hin sigraða kona skotvopni sínu. Svo hófst rannsókn á dimmu virkinu með draugalegt ljósið í farar- broddi. Eg fór sal úr sal, horn úr horni, út um mig sló áköfum hjartslætti og ég varð að slíðra sverðið, svo ákaft skulfu hendurnar. Aldrei hafði ég kynnst þvílíkum ótta og skelfingu. Er þetta hættulegasta orrustan þín! hrópaði Brossard. En hvar í þremlinum er skjaldmeyjan í sögunni? Bráðum kemur að henni. Við höfðum farið um ótal herbergi og við- hafnarsali búna fornum húsgögnum og þægindum í stíl Loðvíks XV, en hvergi rekist á lifandi sál. Þarna voru bríkarbekkir og hægindastólar klæddir fjólubláu damaski. Hermaðurinn sem bar ljósið um J)röngan gang nam staðar hjá nýju líki, frámunalega velbúnum manni. A brjóst- inu og litmerluðu vestinu hafði blóð storknað í pollum. Lampaljósið flökti um föla hönd hans og fingur herptan um skammbyssugikkinn og demantshringar glóðu. Líkið lá hniprað við dyraþröskuld og virtist ætla að varna okkur inngöngu með þögulli skammbyssu. Byssuskefti brutu upp hurðina, hermenn hópuðust inn í bænahúsið. Tvö kerti brunnu hvort sínum megin við kross, en þrjár telpur krupu við altarið og héldu dauðahaldi, grátandi, í pilsfald þjónustukvenna. Gamalmenni í her- mannafrakka stóð knarreist með hönd á brjósti vafið í blóðugar dulur. Hann studdi undarlega fölleit kona með stór dökk augu. I æðisvímu bardagans reiddu hermennirnir sverðið til höggs yfir höfði hinnar ættgöf- ugu sigruðu fjölskyldu. Konan hörfaði æpandi undan hinni lúalegu aðför og reyndi að skýla gamalmenninu og hinum snöktandi hjúum með líkama sínum. Ég stökk fram fyrir óbilgjarna hermannalýðinn, stuggaði honum út og knúði mig til að fyrirskipa að varðstjórinn yrði settur í gæslu fyrir morð, svikráð og vopnaða mótspyrnu. Gamalmennið horfði á mig hvasseygt af stoltri fyrirlitningu, líkt og dómari væri ákærður af sakborningi. Hann greip sverð sitt í einu vetfangi og lagði á altarið ásamt verndarkrossi sínum. Andspænis hinum tigna mikilfengleik gamalmenn- isins minntist ég föður míns sem blóðhundar stjórnarbyltingarinnar myrtu í Versalahliðinu ásamt hertoganum af Brissac. Hræddu börnin og dökkeygða konan orkuðu djúpt á mig. Ég skipaði að einangra gamla riddarann í sérherbergi og að hans gætti stöðugt hervörður, en að móttökusal hallarinnar yrði breytt í bráðabirgðafangelsi fyrir hinn hluta fjölskyldunnar. Skipunina afhenti ég liðþjálfa, lét jarða dauða og und- irbjó innreið herforingjans. Að svo búnu reið ég til Verims með litla varðsveit og bjóst við að herinn hefði reist tjöld í bænum. Hershöfðing- 527
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.