Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 58
Tímarit Máls og menningar
inn hafði þá ákveðið að senda riddarasveit Franceschis og deild Foys til
virkisins í Chaves og gerði mér boð um að dvelja í Verim, þar ætlaði
hann sér og herráðinu fastastað innan fjögurra daga. Málalokin leystu
mig undan að þurfa að snúa aftur til hallarinnar, hennar gættu tuttugu
varðliðar; ég svaf sjálfur sem steinn á hálmdyngju. En árla næsta morgun
fór ég aftur til fundar við fangana mína.
Engin merki sáust eftir blóðbaðið. Hermennirnir höfðu útbúið stalla
fyrir hestana í kjallaranum. Morgunninn ljómaði. Hrossin drukku úr
steinþrónni. Gangar voru þvegnir. Líkin horfin. Aðeins gluggahlerarnir
og skáldaðir veggir eftir kúlur báru vitni hinum blóðuga bardaga. Ég
spurði eftir föngunum. Varðstjórinn hafði neitað að nærast og stikaði
eirðarlaus um þröngt herbergið. Eg lét sækja dótturina sem skildi og gat
mælt á frönsku, að sögn liðþjálfans. Ég gerði henni skiljanlega nauðsyn
þess að undirbúa komu herforingjans og bauð henni og dætrunum
athafnafrelsi. Konan hlustaði kyrrlát, síðan kvað hún telpurnar vera
bróðurdætur sínar, dætur ekkjumanns sem hafði látist af hnífstungu
kvöldið áður. Með göfugu stolti sagði hún að gamalmennið, faðir
hennar, gegndi engum skyldum nema við konung sinn, því hefði hann
barist til síðustu stundar en leyfði göngu í bænahúsið til að biðja guð
málsbótar á að sonur sinn og síðasti þjónninn væru fallnir og því óvígir í
baráttunni fyrir fósturjörðina og bústað feðranna gegn óvinaliðinu. Ég
endurtók kröfu um undirbúning vegna komu hershöfðingjans. Þá
heimtaði hún að varðstjórinn fengi skilorðsbundið frelsi og bauð líf sitt í
tryggingu. Eg gerði kaupin og þótti víst að gamalmennið yrði gefið
fallöxinni við komu hershöfðingjans, að það að leika á hervörðinn og
flótti væri óhugsandi. Gæsluvarðhaldinu var aflétt, ég treysti svardögum
óvinarins, bjó um mig í húsinu og beið hershöfðingjans og sendi
nákvæma skýrslu um atburðina. Hin sérkennilega kona var orðin átrún-
aðargoð hermannanna eftir þrjá daga. Ahrif hennar innan héraðs voru
sem lögboð, okkur bárust gjafir hvaðanæva að, hlöður fylltust af heyi,
hænsnasægur gaggaði í húsagarðinum og hatur á innrásarhernum hvarf
óðar en húsfreyjan í Verim hýsti frönsku hermennina. Dugnaður hinnar
fölu konu var undraverður, hún leysti starf sitt svo ljúft af hendi að
flestum virtist hún vilja má burt hina margföldu sekt fyrir mótspyrnuna.
Hermennirnir kölluðu hana/ní kapítanl Tortryggni mín hvarf sem dögg
fyrir sól. Og þótt hegðun konunnar virtist vera óskiljanleg leit ég
næstum á hana sem franska konu eftir tvo daga. Hún hafði löghlýðið og
kyrrlátt augnaráð. Ekkert í föla snerpulega andlitinu vottaði um fals.
528