Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 60
Tímarit Máls og menningar
kvöldverðarborðið og enn frestaði ég rannsókninni. Vínföngin voru
frábær. Lamette og ég vorum í sólskinsskapi, vongóðir um að við
hækkuðum í tign. Þjónusta mín í framliðasveitinni bæði á Spáni og í
Portúgal hafði verið mikilsverð, og við höfðum hlotið lof marskálksins.
Kvöldverður foringja sem hittast eftir ársfjarveru dregst oft á langinn,
einkum ef einnig er von um aukin metorð. . .
Og svo voru vínföngin prýðileg! sagði Brossard alvarlega.
Frábær! endurtók Saint-Chamans hnugginn. Svo ágæt að um mið-
nætti þegar ég minntist rannsóknarinnar var ég blekfullur og rataði í
háttinn. Áköf barsmíð á hurðina vakti mig um dagmál, ég rauk upp og í
herbúninginn. Kliður radda barst frá hallarhliðinu, ég opnaði og spurði
fölur af áhyggjum:
Urðum við fyrir árás?
Nei, herra höfuðsmaður. Leynidyrnar fundust!
Hvaða leynidyr? öskraði ég óður og þótti of langt gengið.
Dyrnar sem húsfreyjan notar á nóttinni!
Hvað kemur það málinu við?
Því að ég handtók hana, herra höfuðsmaður.
Handtókstu hana hvers vegna?
Af því innan tveggja stunda þytum við varla eftir rósum við innreið
marskálksins, heldur í loft upp.
Hvernig í loftið? spurði ég og hugsaði mig um.
Jarðgöng liggja undir salnum. . .
Hvað koma jarðgöng málinu við?
I göngunum eru tíu púðurtunnur. . .
Oho, djörf er konan! hrópaði ég og hamdi ekki aðdáunina, loksins
þegar ég skildi.
Ráðagerð um að sprengja franska herráðið í loft upp leyndist þá bak
við röskleikann, undirgefna brosið, blómin, hina mildu framkomu og
rólegt augnaráð. Fölleita kartna konan undirbjó hefnd á nóttinni en
smjaðraði á daginn með trúverðugu brosi, gældi við og svæfði fórn-
ardýrin svo engan grunaði myrkraverkið. Sömu hendur skreyttu her-
bergi marskálksins og söfnuðu púðri undir rúmið hans. Langa hríð stóð
ég höggdofa eins og uppgötvunin hefði valdið mér höfuðsótt.
Færið mér kvenmanninn! flaustraði ég að lokum og lauk við að
klæðast, og varla hafði ég gyrt mig sverðinu þegar herfylgd stóð framan
við dyrnar.
Töfrandi svört augu blikuðu milli grænna stéljakkaklæddra riddara-
530