Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 63
Manuel da Fonseca Meistari Fínezas Nú geng ég inn, sest, krosslegg fæturna, fæ mér sígarettu og svara ævinlega sömu spurningunni, um leið og ég blæs burt reyknum: Já, bara skeggið. Stutt er síðan ég sit af sjálfsdáðum fyrir framan meistara Ilídío Fínezas. Mér er ríkt í minni hvernig allt var áður. Mamma lést verða reið. Eg fór að heiman með veggjum og þótti þetta hálfu verra en að fara í skólann. Meistari Fínezas dró fram bekkjarkríli á mitt búðargólfið og sveipaði handklæði um mig. Aðeins höfuðið stóð upp úr. En hvað tíminn var lengi að líða! Það glampaði á skærin sem klipptu hárið við eyrun. Eg mátti ekki hreyfa mig, ég mátti ekki einu sinni geispa. „Sittu kyrr, strákur," endurtók meistari Fínezas og stillti höfuðið á mér með tveimur hörðum fingurgómum. Mig kitlaði undan hárflygsunum sem ég fékk í andlitið og á hálsinn, en samt mátti ég ekki klóra mér. Gegnum hárflygsurnar sem féllu yfir augun sá ég langa fætur í speglinum, magurt alvarlegt andlit og hokinn líkama og hávaxinn. Eg sá hvernig langir handleggir beygðust eins og klær yfir höfði mér. Hendurnar minntu helst á köngulær. Þarna var ég vesælt varnarlaust barn í höndunum á Ilídío Fínezas, vafinn inn í handklæði, fjötraður og í svo óþægilegri stellingu að mig verkjaði í allan skrokkinn. A þessum tíma bar ég til hans ótta, óttablandna virðingu, óttanum var ég að enda við að segja frá, en aðdáunin spratt af leiksýningum áhuga- mannanna í bænum. Haldnar voru leiksýningar á veturna. Við gleyptum í okkur kvöldmat- inn, og á þessum kvöldum greiddi mamma mér vandlega. Skórnir mínir skinu gljáandi og sokkarnir úr silki gerðu mér ískalt á fótunum. Svo fórum við. Næturmyrkrið grúfði yfir götunum en ég þekkti á röddinni fjölskyldurnar sem gengu á undan og eftir okkur. Þegar við höfðum sest inni í leikhúsinu, innan um þögula áhorfendurna, þá snarruglaðist ég í 533
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.