Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 63
Manuel da Fonseca
Meistari Fínezas
Nú geng ég inn, sest, krosslegg fæturna, fæ mér sígarettu og svara
ævinlega sömu spurningunni, um leið og ég blæs burt reyknum:
Já, bara skeggið.
Stutt er síðan ég sit af sjálfsdáðum fyrir framan meistara Ilídío
Fínezas.
Mér er ríkt í minni hvernig allt var áður. Mamma lést verða reið. Eg
fór að heiman með veggjum og þótti þetta hálfu verra en að fara í
skólann.
Meistari Fínezas dró fram bekkjarkríli á mitt búðargólfið og sveipaði
handklæði um mig. Aðeins höfuðið stóð upp úr.
En hvað tíminn var lengi að líða!
Það glampaði á skærin sem klipptu hárið við eyrun. Eg mátti ekki
hreyfa mig, ég mátti ekki einu sinni geispa. „Sittu kyrr, strákur,"
endurtók meistari Fínezas og stillti höfuðið á mér með tveimur hörðum
fingurgómum. Mig kitlaði undan hárflygsunum sem ég fékk í andlitið og
á hálsinn, en samt mátti ég ekki klóra mér. Gegnum hárflygsurnar sem
féllu yfir augun sá ég langa fætur í speglinum, magurt alvarlegt andlit og
hokinn líkama og hávaxinn. Eg sá hvernig langir handleggir beygðust
eins og klær yfir höfði mér. Hendurnar minntu helst á köngulær.
Þarna var ég vesælt varnarlaust barn í höndunum á Ilídío Fínezas,
vafinn inn í handklæði, fjötraður og í svo óþægilegri stellingu að mig
verkjaði í allan skrokkinn.
A þessum tíma bar ég til hans ótta, óttablandna virðingu, óttanum var
ég að enda við að segja frá, en aðdáunin spratt af leiksýningum áhuga-
mannanna í bænum.
Haldnar voru leiksýningar á veturna. Við gleyptum í okkur kvöldmat-
inn, og á þessum kvöldum greiddi mamma mér vandlega. Skórnir mínir
skinu gljáandi og sokkarnir úr silki gerðu mér ískalt á fótunum. Svo
fórum við. Næturmyrkrið grúfði yfir götunum en ég þekkti á röddinni
fjölskyldurnar sem gengu á undan og eftir okkur. Þegar við höfðum sest
inni í leikhúsinu, innan um þögula áhorfendurna, þá snarruglaðist ég í
533