Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 64
Tímarit Máls og menningar
allri ljósadýrðinni. Allir virtust vera harðánægðir.
Innan skamms barst ég inn í gerólíkan heim. Sægur af hinum ótrúleg-
ustu atburðum gerðist. I hinum framandi heimi talaði nú enginn eins og
fólk gerir í raunveruleikanum. Og jafnvel þegar fólkið þagði var það líka
öðruvísi á svipinn og sífellt að flétta saman fingur. Meistari Fínezas var
mest áberandi. Eg minnist aldrei þess að tjaldið hafi fallið í síðasta þætti
og hann hafi þá verið á lífi. Hann dó næstum alltaf um leið og tjaldið fór
að síga, og þá snöktu hátt konurnar í salnum.
Slík ógæfa henti hann af því hann var réttlátur og gerðist fúslega
málsvari smælingjanna. Meistara Fínezas óx ekkert í augum ef smælingj-
arnir áttu að sigra, og hann óttaðist engan. Hann gekk til móts við
dauðann sem hetja, berbrjósta og með fögur orð á vör. Þá stóð ég
hreinlega á öndinni.
Eitt kvöldið dó meistari Fínezas strax í fyrsta þætti. Þetta olli ógur-
legum vonbrigðum. Ahorfendur gagnrýndu þetta harðlega í hléinu. „Að
besti leikarinn skuli deyja þegar hann er nýstiginn á sviðið! . . . Alveg er
það óheyrilegt. Síðan verðum við nú að þola fjóra þætti með eintómum
leikaraskussum!" sagði læknirinn sem var við hliðina á pabba.
En atriðið hafði verið svo lifandi og dauði meistara Fínezas svo
sannfærandi að mér brá í brún þegar ég sá hann á rakarastofunni daginn
eftir.
Stundum vakti annað aðdáun mína. Það var fiðlan hans. Þegar enginn
viðskiptavinur var hjá meistara Fínezas, og þannig liðu oft dagar, þá lék
hann á fiðlu. Einhverju sinni hvarf ég frá félögum og leikjum og hlustaði
á hann í fjarlægð, heillaður.
Leikurinn var frábærlega fagur. Mild tónlistin barst frá stofunni og
fyllti bæinn af trega.
Arin liðu. Einn góðan veðurdag hélt ég til náms. . . Þegar ég kom
aftur var ég fullorðinn maður. Meistari Fínezas er enn hávaxinn og
grannur. Aðeins hárið er orðið snjóhvítt.
Horfðu bara á mig, segir hann stundum. Gættu vandlega að og segðu
svo, hvort þetta sé sami maðurinn sem þú þekktir.
Slíkar bænir hans vekja mér ríka furðu. Eg reyni að sannfæra hann um
að hann hafi ekkert breyst. Hann skilur hvers vegna ég skrökva og
hristir höfuðið hægt og segir:
Kalli minn, víst er ég orðinn gamall.
Ég heimsæki hann stöku sinnum. Hjá honum er aldrei neinn á
stofunni.
534
i