Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 64
Tímarit Máls og menningar allri ljósadýrðinni. Allir virtust vera harðánægðir. Innan skamms barst ég inn í gerólíkan heim. Sægur af hinum ótrúleg- ustu atburðum gerðist. I hinum framandi heimi talaði nú enginn eins og fólk gerir í raunveruleikanum. Og jafnvel þegar fólkið þagði var það líka öðruvísi á svipinn og sífellt að flétta saman fingur. Meistari Fínezas var mest áberandi. Eg minnist aldrei þess að tjaldið hafi fallið í síðasta þætti og hann hafi þá verið á lífi. Hann dó næstum alltaf um leið og tjaldið fór að síga, og þá snöktu hátt konurnar í salnum. Slík ógæfa henti hann af því hann var réttlátur og gerðist fúslega málsvari smælingjanna. Meistara Fínezas óx ekkert í augum ef smælingj- arnir áttu að sigra, og hann óttaðist engan. Hann gekk til móts við dauðann sem hetja, berbrjósta og með fögur orð á vör. Þá stóð ég hreinlega á öndinni. Eitt kvöldið dó meistari Fínezas strax í fyrsta þætti. Þetta olli ógur- legum vonbrigðum. Ahorfendur gagnrýndu þetta harðlega í hléinu. „Að besti leikarinn skuli deyja þegar hann er nýstiginn á sviðið! . . . Alveg er það óheyrilegt. Síðan verðum við nú að þola fjóra þætti með eintómum leikaraskussum!" sagði læknirinn sem var við hliðina á pabba. En atriðið hafði verið svo lifandi og dauði meistara Fínezas svo sannfærandi að mér brá í brún þegar ég sá hann á rakarastofunni daginn eftir. Stundum vakti annað aðdáun mína. Það var fiðlan hans. Þegar enginn viðskiptavinur var hjá meistara Fínezas, og þannig liðu oft dagar, þá lék hann á fiðlu. Einhverju sinni hvarf ég frá félögum og leikjum og hlustaði á hann í fjarlægð, heillaður. Leikurinn var frábærlega fagur. Mild tónlistin barst frá stofunni og fyllti bæinn af trega. Arin liðu. Einn góðan veðurdag hélt ég til náms. . . Þegar ég kom aftur var ég fullorðinn maður. Meistari Fínezas er enn hávaxinn og grannur. Aðeins hárið er orðið snjóhvítt. Horfðu bara á mig, segir hann stundum. Gættu vandlega að og segðu svo, hvort þetta sé sami maðurinn sem þú þekktir. Slíkar bænir hans vekja mér ríka furðu. Eg reyni að sannfæra hann um að hann hafi ekkert breyst. Hann skilur hvers vegna ég skrökva og hristir höfuðið hægt og segir: Kalli minn, víst er ég orðinn gamall. Ég heimsæki hann stöku sinnum. Hjá honum er aldrei neinn á stofunni. 534 i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.