Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 65
Meistari Fínezas Meistari Fínezas er orðinn skjálfhentur og hann hemur varla orðið rakhnífinn í höndunum. Svo hafa líka verið opnaðar aðrar rakarastofur í bænum, alþaktar speglum og gleri, og skilti eru komin fyrir ofan dyrnar í staðinn fyrir kúluna með rakburstanum sem meistari Fínezas hefur enn þá við dyrnar á stofunni sinni. Meistari Fínezas á í kröggum. Fjölskyldan er farin frá honum og konan orðin rugluð. Þau búa í húskofa skammt frá kastalanum. Eg er eini trúnaðarvinur hans og næstum eini viðskiptavinurinn. Við höfum tengst vegna einhvers sem við eigum sameiginlegt. Ilídío Fínezas dreymdi um að verða mikill listamaður og hann færi til höfuð- borgarinnar og hver veit nema líka út í hinn stóra heim. En ég féll í einu fagi og dreg hér áfram lífið í leti og ómennsku. Milli bæjarbúa og mín ríkir eitthvert afskiptaleysi sem ég vinn ekki bug á. Mig langar að fara héðan sem fyrst en finn enga leið til þess. Þegar nútíminn er ljótur og framtíðin óljós þá grípur okkur ævinlega sú hugmynd að við höfum verið hamingjusöm á hinni liðnu tíð. Þetta er ástæðan fyrir að við meistari Fínezas erum einkavinir. Hann ýtir við minningum mínum og rekur sögur frá dögum sem hann kallar dýrðardaga sína. Við erum þá einir á stofunni. Meistari Fínezas mundar rakhnífinn og þylur heila þætti úr „þeim bestu leikverkum sem hafa verið skrifuð“. Og hann saknar þess sárlega þegar hann gat látið konurnar snökta af ást og kvöl á leikkvöldunum í bænum. Oft gleymir hann þess vegna öllu í kringum sig og stendur kyrr langa hríð. Augun í honum fá einhvern veginn á sig málmkenndan blæ. Hann horfir á mig starandi augum án þess hann sjái. Þegar þetta gerist horfir hann gegnum mig og sér eitthvað sem er handan við tímann. Smám saman breiðist þjáningarbros hægt yfir samanklemmdar og fölar varir meistara Fínezas. Eg var mesti listamaðurinn hér um slóðir, muldrar hann. Eg sit kyrr í stólnum með sápu á andlitinu og endurlifi æskuna sem dreymir framtíðardrauma. En meistara Fínezas dreymir ekki lengur, hann bara rifjar upp. Hann er kominn aftur að andliti mínu með skjálfandi hendur. Ég sé í speglinum tálgað brjóst hans og þurrt og grátt hárið. Eg hlusta á hina hljómlausu rödd. Særir hnífurinn þig? Blíð tilfinning bylgjast um mig vegna þessa gamalmennis. Mig sár- langar að segja að rakhnífurinn hans særi mig ekki, að ég finni ekki einu 535
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.